- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
187

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Almenningar

187

rétt.1) Lambseldi var eftir Jónsbók 3 álnir. Af þvi, sem hér

er greint, virðist mega ráða, að venjulegur afréttartollur hafi

verið eitt lamb af rekstri, en i hverjum rekstri áttu að vera

t

60 lömb. Eggert Olafsson segir, að á miðri 18. öld hafi

vanalega vérið borgaðar 5 álnir i hagatoll fyrir hver 20

lömb, sem rekin voru á kirkna afrétti,2) en það er þrisvar

sinnum meira en hinn fyrr nefndi tollur, þvi haustlamb var

eftir Búalögum vanalega metið á 5 álnir.

t

Ahnenningar. I fornum lögum er gerður greinarmunur
á afróttum og almenningum, og er þó nokkuð óglögglega
að orði kveðið. »Þat er almenning, er fjórðungsmenn eigu
allir saman,« segir Grágás,3) og geta almenningar verið við
sjó og á laudi, til fiskjar, reka, veiða og beitar. Jónsbók
segir: »svá skulu almenningar vera sem at fornu liafa verit,

r

bæði hit efra og hit ytra«.4) I þessu efni virðist Jónsbók,
einsog i mörgu öðru, hafa of mikla iiliðsjón af norskum
lagavenjum, sem ekki áttu við hér á landi, og virðist á
stöku stað blanda saman afréttum og almenningum. Eins
og Eggert Briem þegar réttilega liefir bent á,5) voru
al-menningar þvi nær eingöngu við sjó, það voru ekki
land-eignir, sem almenningur átti, heldur hlunninda-ítök, sem
almenningur mátti nota með vissum skilyrðum.
Almenn-ingar á Hornströndum voru gerðir af sektarté Björns þræls
Geirmundar, er varð sekur um sauðatöku.6) Um
Almenn-inga, hina eystri og vestri. er nokkrum sinnum getið i
fornsögum, þangað leituðu ýmsir lausamenn til fanga,
not-uðu sér rekavið, hvali og bjargfugl.7) Staðanöfn benda til

J) Dipl. isl. IX, bls. 325. Hrafnagilskirkja áskilur sér 1508, aö
tollar fyrir afrétt á Bleiksmýrardal séu goldnir siðast viku eftir
Bar-tkolomeusmessu (24. ágúst). Dipl. isl. VIII. bls. 215.

2) Ferðabók E. Ól. bls. 201.

3) Grágás 1852, II, bls. 186.

4) Jónsbók Ól. H. bls. 182, 185.

5) Lögrjetta 1917, nr. 17. Sbr. E. Briem: Um Harald hárfagra,
Rvík 1915, bls. 96—104 (um almenninga í Noregi og Sviþjóð).

6) Landnáma bls. 93.

7) Sbr. Ferðabók í\ Th. II, bls. 64-65. Um takmörk Almenninga
á Hornströndum er dómur 5. maí 1514 í Dipl. isl. VIII, bls. 484—486.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0205.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free