- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
193

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Afréttir

193

"Skaftá vestur að Tungná, í Jökuldali við Torfajökul og
norður i Fögrufjöll og Langasjó. Fyrir 1850 leituðu
Tungu-menn aldrei Jökuldali eða vestustu leitir við Tungná, en
nú leita þeir vestur i Kýlinga, um Jökuldali og Faxasund
•og finna þar oftast allmargt fé, þar héfir liklega margt fé
drepist i fyrri daga. I Mýrdal og Eyjafjallasveit er
land-rými lítið, en þar er viða grösugt í undirfjöllum jökulsins
og meiri gróður i fjallshliðum er mót sólu vita, heldur en i
öðrum landshlutum, aftur er láglendið viða spilt af árburði
jökulkvisla, þó þar séu góðar slægjur sumstaðar á köfium.
Landeyingar eiga engan afrétt og verða að koma
fráfæru-lömbum á afrétti annara sveita. I Fljótshlíð og á
Rangár-völlum er viða góður sauðgróður, bæði á þurru flatlendi
og i fjöllum. og i hraunum upp af sveitunum eru
sumstað-ar allgóðir hlauphagar fyrir fé, þo víða séu vikursandar og
gróðrarlausar auðnir. Norður af Torfajökli eiga Landmenn
afrétt sunnan við Tungná og austur i Kýlinga, leitamenn
hafa þar aðalaðsetur sitt i Landmannahelli og eiga þess
ut-an kofa við Laugar og viðar. Enn þá lengra eiga
Holta-menn i afrétt sinn, hann liggur fyrir norðan Tungná, milli
Pjórsár og Köldukvislar, i Búðarhálsi og þar norður og
austur af. Yerða Holtamenn að reka fé sitt upp að Timgná
og ferja það á 2 bátum yfir ána nærri Helliskvísl suður af

r

Búðarhálsi. A hin víðáttumiklu öræfi við Yeiðivötn og
Pórisvatn koma sjaldan kindur, vegna vatna, er umgirða
það svæði; einstöku kindur ilækjast þó þangað stundum,
og þvi senda Landmenn vanalega 3 leitarmenn til
Yeiði-vatna á haustin, og fara þeir eigi viða. Pað getur varla
hjá því farið, að nokkrar kindur týnist á hinum miklu
ör-æfum vestan við Yatnajökul alt norður i Vonarskarð, sem
ómögulegt er að leita. Göngumenn úr Holtum leita upp
með Köldukvisl. til Illugavers, þaðan i Hágöngur og
norð-ur með Tungnafellsjökli, fara svo vestur i Hafursmýri og
Eyvindarkofaver, siðan suður i Þúfuver, þar er safnrétt)

Um smáafrétti í Rangárvallasýslu upp með Eyjafjallajökli sjá
Stjórnartíðindi 1894, bls. 86.

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0211.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free