- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
196

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

196

Afréttir

sumarkaga, útvega þá hreppsuefndir afrétt. þeim er vantar.
og viða sjá þær um ítölu búfjár i högum og jafna fénaði
niður i löndin.1) Sumir leigja upprekstrarland i öðrum
sveitum eða syslum eða á einstökum bændaeignum eða
kirkjujörðum, er mikið landrými hafa. Stimstaðar, þar sem
afréttur ekki ber alt fjallafé hreppsmanna, »eiga þeir að
nota afréttinn til skiftis eða hver einn að tiltölu, eða
nokk-urir af hreppsmönnum með samþykki hinna*; 2) sumstaðar
hafa sveitir keypt afréttarlönd af kirkjum.8) A Mýrum, i
Dölum og á Yestfjörðum eru afréttir á heiðum og i
dala-löndum upp af bygðunum margvíslega sundurskiftir og
land-rými hinna ýmsu sveita mjög mismunandi. Afréttarfé úr
Borgarfjarðarsýslu kemur mikið saman við fé úr sumum

r t

sveitum Arnessýslu. I Mýrasýslu er i neðri sveitunum létt
land. en betri sumarbeit í efri sveitunum, og þaðan er
rekið á Holtavörðuheiði og Arnarvatnsheiði; upp af
Hvit-ársiðu eru góð beitarlöud. I Dölum eru viða góðir
sumar-hagar, en bezt er þar Laxárdalsheiði, þangað reka menn

úr Laxárclal, Hvammssveit og Bæjarhreppi i Strandasýslu.

f

A Reykjanesfjallgarði er viðátta mikil. en þó fremur litil
beitarlönd, viðast urðir, hraun og mosar og ekkert vatn,
það hverfur alt i jörðu; þó hafa stöku jarðir rúmgóða
sumarhaga, einsog t. d. Krisuvik. Nokkur beit er í
Grafn-ingsfjöllum, suður af Pingvallavatni, og austan við Sog er
Lyngdalsheiði og Þingvallahraun, sem Grimsnes og
Laug-ardalur nota, svo taka við afréttarlönd hálendisins. sem
fyrr var getið. Hreppar á Snæfellsnesi eiga afrétt á
fjall-garðinum. og ganga leitarmenn kafia af honum og skifta
honum niður eftir gangnamerkium, eru langsmerki eftir
fjallgarðinum, þar sem hann er hæstur, og þvermerki milli
hreppa; austast er þar Rauðamelsheiði, sem Dalamenn lika
nota. Bæði hér og annarstaðar þar sem landrými er lítið á

’) Stjórnartiðindi B, 1891, bls. 109: 1892, bls. 198; 1893, bls. 78
1904, bls. 141 og víðar.

2) Stjórnartíðindi B, 1894. bls. 75.

s) Stjórnartiðindi B. 1894, bls. 175.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0214.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free