- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
199

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjallskil

199

<3ældum og tjörnum, langt fara þær sjaldan út á vatnslaus
öræfi.

• A haustin, í septembermánuði, ern afréttir leitaðir og
smalaðir. Víðast byrja göngur mánudaginn i 22. viku
sum-ars, á stöku stað viku áður, og haldast þær út mánuðinn
og fram i hinn næsta. Hve margar göngurnar eru, hve
langar og fjölmennar, er mjög mismunandi eftir
landshátt-um i ýmsum héruðum landsins; sumstaðar þarf aðeins stutt
að fara, sumstaðar er hver ganga langferð. Lögboðnar
göng-ur eru víðast 3, sumstaðar 4, sumstaðar aðeins 2;
lirepps-nefnd hefir vald til að skipa fieiri göngur, ef þörf þykir.
I Yestmannaeyjum, þar sem enginn eiginlegur afréttur er,
liafa menn 7—8 fjársöfn á ári. 4 vorsöfn og 3—4
haust-söfn.1) Fjallskilaskyldan er nokkurskonar herskylda eða
þegnskylda, sem hefir skapast af þörfinni. og er hún
mis-munandi i ýmsum héruðum. Sumstaðar eru allir
fjáreig-endur fjallskilaskyldugir, hvort sem þeir eru búandi eða
búlausir, og eiga að leggja mann til fjallgangna,
annað-hvort einir eða i sameiningu við aðra. Sumstaðar eru að
eins þeir skylclir, sem búa á jarðarparti. sem metinn er til
dýrleika. Viða er þó skyldan miðuð við vissa kindatölu; i
Eyjafjarðarsýslu eru t. d. ákvæðin þessi: »Hver sem á með
sjálfan sig, hvort heldur hann er búandi eða búlaus, sem á
10 kindur á afrótti að lömbum meðtöldum, er skyldur að
leggja til einn mann í einar göngur á hverju hausti. En
sá, sem á 20 kindur, 1 mann i 2 göngur, og sá, sem á 30
kindur, skal leggja til 1 mann í þrennar göngur. Um
til-lög þeirra manna til fjallskila, sem fleira fé eiga á afrétti.
en nú var mælt, fer eftir þvi, sem hlutaðeigandi
hrepps-nefnd ákveður.« 2) Svipuð eru ákvæðin í mörgum öðrum
sýslum. I Kjósar- og Gullbringusýslu er ákveðið: »Allir
þeir, sem hafa jörð til ábúðar, sem metin er til dýrleika,
skulu skyldir að smala heiinaland sitt til rétta. Peir, sem
hafa 6 kindur fullorðnar eða fleiri til eignar eða umráða.

») Stjórnartíðindi B, 1891, bls. 147; 1901, bls. 103.
s) Stjórnartíðindi B, 1891, bls. 83; 1897, bls. 165.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0217.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free