- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
202

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

202

Fjallskil

eftir landsháttum og viðlendi afréttanna, og breytist eftir
kringumstæðum, svo um töluna eru sjaldan fastar
ákvarð-anir i reglugjörðunum.1)

A öllum hinum stærri afréttum verða gangnamenn að
hafa með sér tjöld. en mjög viða hafa verið bygðir
göngu-kofar eða gangnamannakofar upp um afrétti hér og hvar,
þar sem hentast þótti. og standa hreppsnefndir fvrir þvi.
að þeir séu bygðir á kostnað sveitarsjóða eða af
fjallskila-fé. I Múlasýslum eru i reglugjörðunum ákvarðanir um kofa
þessa. að þeir skuli vera svo rúmgóðir, að þeir taki alla, er
á afrétt þurfa að ganga; skulu þrep vera í þeim umhverfis
að innan eða með annari hlið svo breið, að menn geti
leg-ið þvers um, og hafa á þeim hey eða lýng til mýkinda;
svo skal ganga frá dyrum, að eigi fenni inn á vetrum;
tópt skal b}7ggja hjá gangnakofum til að hýsa í um nótt
kindur, sem finnast i seinni göngum. þá menn þrýtur dag

r r

til að ná til bygða.2) I Arnessýslu eru kofarnir kallaðir
sæluhús og þar fyrirskipað. að eftirleitamenn viði að þeim
hrísi eða lurkum, ef hægt er.3) Annars eru göngukofarnir
oft lélegir og illa tilhafðir, en þeir eru mjög víða á
afrétt-um. Stundum lætur fjallskilastjórnin gera eftirleit. en siðar
er hverjum heimilt að gera eftirleit, er vill; skal fé það.
sem þá finst á afréttum, metast af óvilhöllum mönnum, og
geta eigendur innleyst það gegn fundarlaunum, sem eru
mismunandi eftir sýslum og afréttum. Ef eftirleitaféð á
heima utan sýslu, er það, ef nauðsyn krefur vegna
fjar-lægðar, selt á uppboði, en eigandi fær það. sem afgangs
verður fundar- og umboðslaunum.4) Samkvæmt
ákvörðun-um í JPingeyjarsýslu eru fjárleitir á öræfi, sem ekki geta

*) I fjallskilareglugjörðum f\-rir hreppana milli Pjórsár og
Hvít-ár í Arnessýslu er þó tekin fram tala leitarmanna og fjallkónga í
all-ar hinar fjarlægari leitir. Stjórnaitíðindi B, 1895, bls. 99; 1902, bls.
173-174.

») Stjórnartíðindi B, 1892, bls. 203; 1893, bls. 168-169.

3) Stjórnartíðindi B. 1895, bls. 101; 1902, bls. 176.

4) Stjórnartíðindi B. 1891, bls. 85; 1892, bls. 146; 1893. bls. 99-

100; 1902, bls. 153; 1914, bls. 287-288.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0220.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free