- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
205

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjallskil

205

bónda.1) Nú er óskilafé vanalega 3elt á uppboði, ef eigandi
eigi gefur sig fram fyrir Marteinsmessu; lýsingar á óskilafé
eru’ birtar i blöðunum eða á annan hátt; ef eigandi svo að
ári liðnu hefir sannað eignarrétt sinn, fær hann andvirðið
að frádregnum fundarlaunum. gæzlukaupi, sölu- og
inn-heimtulaunum, annars rennur upphæðin i sveitarsjóð;
sum-staðar er ákveðið, að andvirði óskilafjár skuli varið til
eyð-ingar refa; i hinu einstaka eru ákvarðanir þessar töluvert
mismunandi i ýmsum sýslum.2) nú fjallskil i orði kveðnu
eigi að fara fram eftir föstum reglum, þá ber þó ekki
sjald-an við. að brugðið er út af þeim. Það ber t. d. við, að
göngur eru dregnar um vikutíma á haustum sumstaðar,
þegar vel viðrar; en oft hefir mönnum hlekst á þvi, þó
bezta tið só fram undir Mikaelsmessu, þá spillist oft
veðr-áttufar um það leyti, verða fjallskilin þá hálfu erfiðari og
fé fennir þá stundum á afréttum eða ferst á annan hátt.8)
Einnig hefir það orðið til baga. að sumir leggja til
fjall-skilanna ónytjunga og liðléttinga, enda reyna
reglugjörð-irnar að koma í veg fyrir það með ströngum ákvörðunum,
þó leyfa þær alt of oft að senda óharðnaða unglinga (14—
16 ára), sem varla er hægt að búast við að geti þolað þá
áreynslu, hrakninga og vosbúð, sem fjallamenn oft verða
fyrir.

Hið margbrotna fyrirkomulag á fjallskilum og öllu þar

að lútandi hefir smátt og smátt skapast á löngum tima af

þörf sveitarfólaganna, liklega að nokkru leyti þegar i
forn-t

öld. I Grágás og Jónsbók er litið getið um fjallskil og
eng-ar sérstakar reglur settar, enda hefir það þá þegar verið
á-litið réttast, að hin einstöku sveitarfélög önnuðust slikt.
Þegar Jónsbók var lögtekin á alþingi 1281, voru bændur

1) E. O. Rejse bls. 206.

2) Stjórnartíðindi B, 1891, bls. 83, 86, 111, 144; 1892, bls. 132, 151,
205; 1893, bls. 98, 171; 1896, bls. 213-214; 1897, bls. 169; 1898, bls. 128;
1901, bls. 91; 1913, bls. 131; 1914, bls. 147, 164, 274, 286-287, 317 og
víðar.

3) Sbr. Höldur bls. 104-105.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0223.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free