- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
215

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautpeningur

215

mönnum um rausn*,1) en ekki er þess getið, hvort það

hefir verið á einu búi eða mörgum i nágrenninu. Hörður

Grímkelsson kúgaði Torfa Yalbrandsson til að láta af hendi

Breiðabólsstað i Reykholtsdal og með jörðuuni »30 kúa og

30 hjóna«.2) A Sæbóli vestra í Haukadal stóðu í fjósi þrír

tigir kúa hvárum megin, þegar Gisli Súrsson kom þangað

t

•og batt saman halana á nautgripunum.3) I Bandamannasögu

i

er þess getið, að Ospakur særði 9 kyr til baua í fjósi
Berg-þórs á Böðvarshólum.4) Porgiis orrabeinsstrjúpur tók af
Bjarna í Gröf tuttugu kýr og hundrað ásauðar.5) Hin fáu
fornbróf, sem til eru frá 12. öld, sýna, að margar kýr voru
á kirkjustöðunum, 1140 átti t. d. Stafholtskirkja 20 kýr,

1179 kirkjan á Rauðalæk 15 kýr 6) o. s. frv.

i

I sögunum er annars ekki nærri eins oft getið um kýr
einsog um geldneyti; fornmenn hafa haft grúa geldneyta i
samanburði við það sem nú er. Fyrir nautunum var ekki
mikið haft, þau voru rekin á afrótt á sumrum, en beitt úti
á vetrum likt og gömlum sauðum siðar, þegar fært var, og
stóð þá nautamaður yfir þeim, og hefir ef til vill mokað
ofan af fyrir þau i bili. Pess er getið i Laxdælu, að
»01af-ur pá átti marga kostgripi i gangandi fó, hann átti uxa
góðan, er Harri hót, apalgrár að lit, meiri en önnur naut.
Hann hafði fjögur horn; voru tvö mikil og stóðu fagurt,
hið þriðja stóð i loft upp, hið fjórða úr enni og niður
•fyrir augu honum; það var brunnvaka hans; hann
kraps-4iði sem hross. Einn fellivetur mikinn gekk hann úr
Hjarð-arholti og þangað sem nú heita Harrastaðir i
Breiðafjarðar-dali; þar gekk hann um veturinn með sextán nautum. og
kom þeim öllum á gras; um vorið gekk hann heim í haga,
þar sem heitir Harraból i Hjarðarholtslandi. f*á er Harri

*) Ljósvetningasaga, Rvík 1896, 5. kap., bls. 12.

2) Harðarsaga Grímkelssonar, Isl.sögur II, 19. kap., bls. 61.

8) Gíslasaga Súrssonar, 1899. 16. kap., bls. 33.

4) Bandamannasaga, Rvík 1901, bls. 47.

5) Flóamannasaga, Rvík 1898, 30. kap., bls. 58.

«) Dipl. Isl. I, bls. 179, 248.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0233.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free