- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
217

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautpeningur

217

eldra er þá metið á við tvær k);r, 4 vetra uxi á við kú,
geldur eða graður, uxi 5 vetra gamall þriðjuugur annars
kúgildis, uxi 6 vetra tveir hlutir annars kúgildis.1) I
Reyk-dælasögu eru tvö yxn rauð 6 vetra gömul metiu á fimm
hundruð.2)

Uxum var i fornöld beitt fyrir sleða og vögur, og voru
oft tveir uxar fyrir hverjum sleða.3) Hey var flutt heim á
uxasleðum að vetrarlagi 4) og líka á sumrum, Pórólfur
bægi-fótur lét aka heim heyi, þrennum eykjum.5) Stundum var
hestum beitt fyrir sleðann i stað uxa, en uxarnir voru hin
vanalegu akdýrin.6) Yfirleitt var uxum beitt fyrir alt, er
aka þurfti og eins fyrir lik manna til greftrunar.7) Xaut
hafa frá alda öðli viða um lönd verið notuð til aksturs og
eru allvíða notuð enn; á stöku stað á Islandi voru naut
enn notuð til aksturs á 16. öld og sumstaðar jafnvel fram
á 18. öld, einsog siðar mun greint. Nautakjöt og slátur
var i fornöld almenn fæða, og mun nautaslátur þá hafa
haft svipaða þyðingu fyrir hin stærri heimili einsog
sauða-slátur siðar. Nautshúðir voru notaðar á ýmsan hátt. til
skæða, i húðföt, til að tjalda sleða, yfir búlka á skipum
o. fl. Um tölu geldneyta á búum manna er sjaldan talað
á-sögutímanum, en þau hafa ellaust verið mörg á
stórheimil-um. Skallagrimur »lét reka heim uxa marga, er hann
ætl-aði til höggs«.8) Hrútur rak frá Höskuldsstöðum 20 naut
og lét jafnmörg eftir,9) á þeim bæ einum hafa þá verið 40
naut. Arnkell goði lét eitt sinn reka sjö yxn af fjalli, er

’) Dipl. isl. I, bls. 165.

-) Eeykdælasaga, Rvík 1897, 11. kap., bls. 27, sbr. bls. 32.

3) Eyrbyggja 1895, kap. 34, bls. 81, kap. 37, bls. 89. Landnáma
bls. 71. Fljótsdælasaga 1896, bls. 149.

4) Fóstbræörasaga 12. kap., bls. 55—56.

b) Eyrbyg<-’ja 18’. 5, 30. kap., bls 70.

6) Landnáma bls. 71. Vatnsdæla kap. 34, bls. S4. Á Kirkjubæ í
Tungu er 1397 nefndut- >6 vetra uxi ekinn«. Dipl. isl. IV, bls. 219.

7) Eyrbygjíja kap. 33 og 34, bls 81, 83, 84.

8) Egilssaga 1892. kap. 38, bis 95.

9) Laxdæla 19. kap., bls. 44.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0235.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free