- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
220

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220

+sautpeniiigur

var þessi peningur oft aðeins nokkur hluti af áhöfn jarðanna.
sem kirkjurnar stóðu á. og má af þessu ráða, hve
afar-mikil nautgripaeignin var í samanburði við það, sem nú
er. Oft er þess getið í máldögum, að kirkjur eiga
nauta-upprekstur i löndum annara jarða, uppi til dala og á
heið-um, stundum er tekið fram, að kirkjan á tilteknum stöðum
eigi nautabeit á vetrum.1) Porkell Bjarnason getur þess til,2)
að kúafjöldinn á söguöld muni liafa verið 5 til 6 sinnum
meiri en á 19. öld. og telur. að þá muni liafa verið um 80
þúsundir kúa á landinu, og um 55 þúsund geldneyti. Petta
er ef til vill heldur mikið, en það mun varla fjarri sanni,
að Tslendingar hafi á Sturlungaöld átt 100 þúsund
naut-gripa, ef ekki meira. Pó er þetta eðlilega aðeins getgáta.

fað sést glögt á Sturlungu, að nautakjöt hefir verið
daglegur matur manna á þeim timum, og þess er viða
getið, að óaldarflokkar þeir, sem þá fóru um landið,
slátr-uðu nautum, sem þeir oftast rændu eða kúguðu menn til
að láta af hendi; hefir þurft fjölda nautgripa til að seðja
slika flokka, i þeim voru oft mörg hundruð manna og
stundum jafnvel þúsund manns eða fleiri. Oddur
fórarins-son sat i Geldingaholti og hafði á annað hundrað manna,
þar var á einu kveldi etlnn uxi 5 vetra gamall upp til
agna.3) Yanalega var kjöt og slátur soðið i stórum kötlum,
en einu sinni er þess getið, að þeir steiktu kyr við elda,
af þvi þeir fengu eigi katla til að sjóða.4) Y’ænir gamlir
uxar þóttu þá sem fyrr metfó og góðir gripir, svo
höfð-ingjar gáfu þá hver öðrum sem vingjafir. Páll prestur
Sölvason í Beykholti lét leiða fram þrjá uxa, og var einn
sex vetra, en annar níu vetra, og bauð Jóni Loptssyni,
hvort hann vildi þiggja að gjöf sex vetra uxann eða báða
hina; kaus Jón þann sex vetra, enda sagði Páll prestur,

Sbr. f. d. Dipl. isl. I, bls. 248, 278, 522; II, bls. 403, 671; III,
bls. 124 og víðar.

2) Tímarit Bókmf. VI, bls. 6—8.

») Stuilunga III, bls. 326.

4) Sturlunga I, bls. 305-306.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0238.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free