- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
223

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautpeningur

223

einstakra manna á 13. öld, svo eykst anðmannavaldið á 14.
öld og nær hámarki sínu á hinni 15.

Frá 14. öld eru til skýrslur um kvikfénað klaustranna,
og er hann furðu mikill. Arið 1340 á
Þykkvabæjarklaust-ur 43 kýr heima, 59 yxu og 25 kálfa, auk þess 95 kúgildi
á leigustöðum. Kirkjubæjarklaustur á Síðu á, 1343, 40 kýr
heima, 57 geldneyti og 26 kálfa, auk þess 10 kýr lausar á
leigustöðum og 63 kúgildi með lönclum. Yiðeyjarklaustur á,
1367, 50 kýr heima, 80 naut og 31 kálf, auk þess 1098
kú-gildi með jörðum, þar af 20 ásauðarkúgildi. 1397 á
Helga-fellsklaustur heima og á útibúinu (?) Saurum 30 kýr og
kvígur, 22 kálfa og 87 naut.1) Liklega hafa kúabúin
al-ment verið íleiri og stærri syðra eu nyrðra, þó er auðséð,
að mikill fjöldi kúa og geldneyta hefir verið á hinum
stærri jörðum á Norðurlandi, og þá sérstaklega á Hólum

r

i Hjaltadal. Arið 1374 á Hólastaður heima og á
staðarbú-um 107 kýr og 80 naut og 362 kúgildi i kvikfó á ýmsum
stöðum i Skagafirði. Eftir ráðsmannsreikningsbroti frá
Hól-um, 1389, á Hólastóll allmikinn kvikfénað á ýmsum jörðum
i Skagafirði. en hvort það hefir verið á leigu eða i fóðrum
eða nokkurskonar útibú sumt, sést eigi. Alls á stóllinn þar
á 6 jörðum 104 kýr og kvígur og 149 nautgripi gelda; á
Hofsstöðum eru 33 kýr og kvígur og 41 nautgripir aðrir,
þar af 30 gamlir uxar, og i Holti eru lika 30 uxar. Arið
1396 er allur fénaður á Hólum fcalinn i einu i kúgildum
ósundurgreinfc, voru þá heima og á útibúum 523 kúgildi í
nautgripum og sauðfé og 60 kálfar, en 959 kúgildi eru
talin i umboðum.2) Kúaeign kirkna kefir ekki minkað á
þessari öld. 1318 á Breiðibólsstaður í Vesturhópi 22 kýr,
Múlakirkja i fingeyjarsýslu 20 kýr og 9 naut, Melstaður
17 kýr, Staðarbakki 15. x4rið 1354 á Hítardalur 26 kýr, 15
naut og 4 kálfa, Selárdalur 15 kýr; 1356 á Gaulverjabær
39 kýr, 13 naut og 3 kálfa, 1391 eru 35 kýr á Grenjaðar-

l) Dipl. isl. II, bls 738. 781; III, bls. 214; IV, bls. 168.
•) Dipl. isl. III, bls. 290, 430, 614.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free