- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
225

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautpeningur

225

þeir sira Sigmundur Steinþórsson og Einar Björnsson 1476
rændu Jón prest Broddason á Miklabæ, ráku þeir þaðan
26 kjr með 11 Hólastaðarkúm, sem þar voru i fóður settar,
2 kvigur, 4 kálfa. 10 uxa gamla og 16 naut önnur, alls 69
nautgripi.1)

Það er auðséð af þessum dæmum og mörgum öðrum,
sem hægt væri að tína til, að nautgripafjöldinn hefur vart
verið minni á 15. öld, en á hinni 13. og 14.; það er
varla líklegt, að tala nautpenings hafi á öllu landinu á
þessum öldum verið minni en 100 þúsundir eða þar í kring.
Jarðirnar hafa í þá daga borið miklu meiri nautpening en
nú, og þó nú mikið af þessum búpeningi, sórstaklega
geld-neytin, hafi mestan part lifað á útigangi. þá hefir þó
orð-ið að afla mikilla heyja handa öllum kúasægnum, jafnvel
þó þeim hafi verið beitt úti þegar hægt var. A
biskups-stólum og klaustrum hefir þurft að afla mikilla heyja. Um
vorið 1396, 2. maí, var á Hólum i Hjaltadal »hey heima
og utangarðs nærri fjórum tigum faðma töðu, en mjög svo
engin útheyin«.2) f*á hefir verið búið að gefa upp útheyin,
líklega mest til þess að hára útigangspeningi, en
töðufyrn-ingarnar eru ekki svo litlar, þó peningurinn væri margur.
Stundum hefir þó orðið heyfátt á Hólum, eins og t. d.
harða veturinn 1331, þegar sauðfé staðarins féll
unnvörp-um af hor, vegna þess að Skúli ráðsmaður hafði eigi fylgt
ítrekuðum áminningum Laurentiusar biskups, að skera nóg
um haustið.3) Margt fólk hefir þurft til að annast
pening-inn, en vinnufólkskaup var á þeim öldum mjög lágt og
fæða þess miklu ódýrari en siðar og fekst öll af búinu.
Sjósókn var þá minni en síðar varð og því var sjaldan
vinnufólksekla til sveita.4) Það hefir lika greitt fyrir að

1) Dipl. isl. VI. bls. 76

2) Dipl. isl. III. bls. 614.

s) Biskupasögur I. bls. 878.

4) f ó virðist ýms glundroði hafa komiet á hjúahaldið eftir
svarta-dauða, vinnumenn orðið færri og kaupdýrari og komist los á ráð
þeirra. A þetta virðast benda hinar hörðu ákvarðanir um vinnumenn
og vermenn í alþingissamþyktinni 1404. Dipl. isl. III. bls. 688—696.

15

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0243.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free