- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
227

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautpeningur

227

og eru útibúiu liklega ekki taliu rneð. Naut voru lengi í
Skálholti notuð til dráttar. Stefán biskup lét á sumrum
taka upp grjót mikið og hellur til bygginga á staðnum og
var þvi.ekið heim með nautum. Ogmundur biskup lét aka
trjám og stórviðum heim að Skálholti á járnuðum nautum
og segist Jón prestur Egilsson hafa séð skeifurnar, sem
hafðar voru á nautin.1) Peningur á Hólum og á klaustrum
nyrðra var þá og mikill. Pegar Jón Arason tók við
bisk-upsdæmi nyrðra. 1525, er skepnutalan á Hólum eigi tiltekin,
en búpeningur staðarins virtur til hundraða. þá voru
mál-nytukúgildi heima og á staðarbúum tvö hundruð og 80
»sum gömul og vond«, en í geldum nautum hundrað
hundr-aða, 70 hundruð og 6 hundruð. Sama ár voru á
Múnka-þverárklaustri heima 18 kjr, 3 kálfar og 22 naut, alls 43
nautgripir; á f’ingeyraklaustri heima á staðnum 31 kýr, 2
kvígur og 22 naut, alls 54 nautgripir; á Reynistaðarklaustri
voru þá heima 45 kýr, 12 kálfar og 69 nautgripir aðrir,
alls 126 nautgripir.2) fegar Guðbrandur biskup Þorláksson
tók við staðnum á Hólum, 28. júni 1571, voru þar heima
50 kýr, 6 kálfar og 108 naut, alls 164 nautgripir á
staðn-um.3) Af þessum fáu dæmum sést, að nautgripafjöldinn á
biskupsstólunum og klaustrunum hefir enn verið allmikill
fram }Tfir miðja öldina, þó hann sé sumstaðar nokkuð
minni en fyrr. Nóg gögn eru líka til að sýna, að miklu
meiri fjöldi kúa og nauta hefir verið á bóndabæjum og

r

smábýlum en nú er. A árunum 1552—1580 talar Jón
Egilsson i anuál sinum um nautadauða á ýmsum bæjum á
Suðurlandi, og dóu þetta 10 — 18 naut á hverjum bæ.4)
Sýnir það að allmikill nautgripafjöldi hefir þá lika verið
hjá smábændum. 1504 eru í Siðumúla 26 kýr, 2 kvígur og
16 kálfar og 40 geld naut. Sama ár voru 20 kýr á
Breiða-bólsstað i Fljótshlið og 10 hundruð i geldum nautum.5)

») Saf’n til sögu íslands I, bls. 48, 66,

*) Dipl. isl. IX. bls. 300, 308, 316, 321.

3) Sigurðarregistur.

4) Arferði á Islandi bls. 55—57.

6) Dipl. isl. VII, bls. 735, 742.

15*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free