- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
229

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautpeningur

229

voru tekin i verzlun.1) Eftir 1684 voru naut ekki verðsett
i hinum islenzka verzlunartaxta. Petfca hefir eflaust með
öðru gert mikið til að fækka geldneytum. Prátt fyrir
áður-greindar. kringumstæður hefir nautgripafjöldinn langt fram
eftir 17. öld verið mikið meiri en á 19. öld. Grímur
Thom-sen getur þess til, að 1655 muni hafa verið um 50 þúsund
nautgripir á Islandi,2) er það ekki ósennilegt. Klaustrin
með stórbúum þeim, sem þar höfðu verið, voru nú lögð
niður, og biskuparnir höfðu miklu minna um sig, euda
miklu minni tekjur en i fornum sið. Pótti biskupum nú of
mikið umstang við að hafa stór bú og mörg, enda fór flest

r

manndáð þverrandi i landinu eftir siðabót. Arið 1646 lót
Brynjólfur biskup afhenda Jens Söfrenssyni fógeta það
inventarium Skálholtsstaðar, er óþarflegt virtist, þarmeð 23
geldnaut gömul, 4 þrevetra, 22 tvævetur, tvö veturgömul,
alls 49 nautgripi, og auk þess 195 sauði tvævetra og eldri,
120 veturgamla og smjör mikið,3) og var ekkert borgað
fyrir. Pó fjölgaði Brynjólfur biskup tveim árum siðar um
21 kú á staðarbúinu.3) Arið 1653 leysti Þorlákur »biskup
Skúlason út af Hólainventario óþarfiegu 25 geldneyti fyrir
hundrað dali, en 84 voru þá eftir.«3) Pannig duttu smátt
og smátt stærstu bú landsins úr sögunni og útibú
biskups-stóla, klaustra og einstakra manna leggjast flest niður.
Pó nokkrir stóreignamenn væru enn til á 17. öld, þá voru
þeir miklu færri en á 15. og 16. öld, ekki nærri eins ríkir,
höfðu minna um sig og voru ekki aðrir eins búsýslumenn.

A 18. öld er þjóðarbúskapurinn kominn á sitt lægsta
stig, afturför bjargræðisveganna á hinni 17. öld kom
harð-lega niður á alþýðu hiunar 18. aldar; verzlunareinokunin
var búin að sjúga þann merg úr þjóðinni, sem eftir var,
og þegar ilt árferði og hin ógurlegustu eldgos bættust ofan
á aðra armæðu, var varla undarlegt þó þjóðfólagið kæmist
á steypirinn og væri nærri liðið undir lok i Móðuharðind-

!) Gl. Félagsrit VI, bls. 92-93.
*) Tímarit bókmentafélagsina I, bls. 239.

8) Árb. Esp. VI., bls. 118. 126, 153.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free