- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
230

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

230

+sautpeniiigur

unum 1783—85. Framan af öldinni eru þó ennþá eftir
nokkrar menjar af fornum búskapar-dugnaði og
nautpen-ingsræktin er ennþá töluvert mikil, þó henni stöðugt fari

r

aftur. A árunum 1703—1712 var islenzkur búpeningur fyrst
talinn, þá voru alls 35860 nautgripir á landinu og er’liklegt
það sje nálægt þriðjuugi þess, sem til var á 13. —15. öld.
Pó eru nautgripirnir nærri helmingi fleiri, en þegar lægst
var talið á 19. öld. Eftir kvikfjártalinu 1703 voru á Islandi
24467 kýr og 3876 kvígur (alls 28343) 4540 kálfar og 2977
graðungar og uxar; geldne}rtunum hefir auðsjáanlega þá
mjög verið fækkað frá því sem var á fyrri öldum og tala
þeirra ekki hærri en þegar flest var á 19. öld (1830—1831).
A seinasta fjórðungi 18. aldar voru geldneytin orðin svo
fá, að danska stjórnin varð, 1786, að senda 20 naut til
Is-lands lianda fálkaskipinu,1) þvi fálkarnir voru jafnan
fóðr-aðir á nýju nautaketi.2) Pá. voru lika móðuharðindin
nýaf-staðin; 1791 voru til á öllu laudinu 1641 graðungar og
uxar og 1795 1686.

Á fyrri hluta 18. aldar hafa ýmsir bændur enn átt
geld-neyti. sem mikinn part lifðu á útigangi, þeim var á fyrri
öldum gefið á gaddi einsog hrossum, og þar sem þau voru
betur haldin, var þeim ekki gefið mikið. Eftir Búalögum
voru fyrir fóður goldnar með vetrungi, geldri kvigu,
vetur-gömlu eða tvævetru nauti 20 álnir með hverju, hafa þeim
þá verið ætlaðar í mesta lagi 10 vættir (691 pd.) töðu eða
20 vættir af útheyi, töðuvætt kostaði 2 álnir. útheysvætt
alin, og þá er ekkert ætlað fyrir húsi og hirðingu. Eggert
Ólafsson getur þess, að á Mosfellsheiði gangi villiuxar, sem
sóu reknir heim á haustin og skift eins og sauðfó eftir
mörkum. Hann getur þess einnig, að Borgfirðingar reki
geldneyti á Arnarvatnsheiði og Uxahryggi, og þar hafi

Sveinn Pálsson læknir sigldi með fálkaskipinu í ágústmánuði
1787 til Kaupmannahafnar, segir hann í alma^aki sinu að þetta
lif-andi hafi verið á skipinu: 23 menn, 6 fálkanaut, 6 hænsni, 8 kindur,

3 kettir, 3 tóuyrmlingar, einn hundur og 46 konungsfálkar; alls 96
kvikindi.

*) Gl. Félagsrit VI. bls. 92.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0248.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free