- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
232

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

232

+sautpeniiigur

Benediktsson eldri á Staðarfelli og átti hann 20 naut i
senn:1) lika fjölguðu margir þá kúpeningi sinum.

Eftir harðindin á miðri 18. öld náði nautpeningsræktin
sér aldrei aftur fullkomlega, þó voru um 30096 nautgripir
á íslandi 1770, en 1783 voru þeir aðeins 20067. Þá dundu
móðuharðindin yfir og næsta ár voru aðeins 9804
nautgrip-ir á öllu landinu.8) Svo fer aftur smátt og smátt að fjölga
og 1791 eru taldir 20670 nautgripir og 1795 22488. 1800
23296, svo fækkar aftur í aldamótaharðindunum.

Nautgripatal á 18. öld.5)

Ár Kýr Kvígur Kálfar Graðungar og uxar Nautgripir alls
1703 24467 3876 4540 2977 35860
1770 22531 — — 7565 30096
1783 — — — — 20067
1784 — — — — 9804
1791 14510 2175 2344 1641 20670
1795 15497 2028 3277 1686 22488

2. Nautg-ripatala á 19. og- 20. öld.

A hinni 19. öld fjölgaði nautpeningi ekki að neinum
mun og komst hann hvað höfðatölu snerti aldrei eins hátt
og i byrjun 18. aldar. Geldneytin eru nú orðin fá í
sam-anburði við það sem áður var. Þegar líður á öldina, er
betur farið með búpeninginn. einkum kýrnar, þeim er
sjald-an beitt úti, aldrei á vetrum nema i einmuna góðri tíð og
þeim ætlað meira og betra fóður en áður var titt, enda
eykst afrakstur þeirra, þegar liður á öldina og á 20.
öld-inni mjólkar meðalkýr tvisvar sinnum meira en kýrnar í
fornöld. Hinar prentuðu skýrslur um nautpeningsfjöldann
á 19. öld eru ófullkomnar og óhentugar til samanburðar,

») Feðgaæfi. Viðey 1823, bls. 48.

4) Skýrslur um landsbagi II, bls. 95. Eggers telur 1783 21457 og
1784 9996 nautgripi, en bitt mun réttara.

*) Skýrslur um landsbagi á Islandi II, bls. 61, 77, 101. 142, 144.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free