- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
233

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautpeningur

233

sumstaðar vautar ár og ár inn í, sumstaðar er á löngum
köflum ósamkynja efni dembt saman i bendu. svo lítið er
gagn að því fyrir hagfræðina.1)

Nautpeningstalan ,tók á 19. öld ekki mjög miklum
breytingum, var að meðaltali á þeim árum. sem skýrslur ná
til (41 ár), 23,543, Frá árunum 1853—88 eru skýrslurnar
svo ófullkomnar, að litið er hægt á þeim að byggja. Hæst
var nautgripatalan 1830 28010 og var á árunum 1829 til
J834 milli 27 og 28 þúsunda, en hefir aldrei orðið jafnhá
siðan. Lægst var nautgripatalan 1889 18546 og þarnæst
1893 19948, en var annars oftast á 19. öld 20—23 þúsund.
A 20. öld hefur meðaltalan verið nokkuð hærri, 1900—1914
25651. hæst 1902 26992, lægst 1908 23413. Siðan 1800hefir
nautpeningi ekki verulega fjölgað. þó hann sé að meðaltali
dálitið höfðafleiri en á 20. öld, en peningurinn gerir nú
meira gagn en áður, af því betur er með hann farið.
Ung-nautum og kálfum hefir fjölgað, en ekki kúm. Kýr og
kefldar kvígur voru flestar 1833 21474 og yfirleitt flestar á
árunum 1830—1834. þá altaf yfir 20 þúsund. náðu líka 20
þúsundum 1858 og 1861. Kýrnar voru fæstar 1889 14355,
en hafa oftast verið 16—18 þúsund; siðan 1862 liafa þær
aldrei verið 19 þúsund eða þar yfir. Káaeignin er nokkuð
minni seinast á 19. öld og á hiuni 20.. heldur en um miðja
19. öld. ’

Eftir gróðrarfari landsins er nautgripafjöldi og sauð-

Frá byrjun aldarinnar til 1852 eru skýrslurnar gúðar, það sem
þær ná, kýr, kvígur, kálfar, graðungar og uxar aðgreint hvað frá
öðru. Frá 1853 til 1881 er öllurn kálfum slept, 1882 til 1888 er allur
nautpeningur aðeins aðgreindur í t.vo flokka, tíundbæran nautpening
og veturgamlan. Svo kemst aftur skaplegt form á skýrslurnar 1889
og eru kálfar taldir með i sérstökum dálki og hefir það haldist síðan.
Um árin 1803, 1805-1809, 1811—1812, 1814-1816. 1818-1319,
1835-1839, 1846—1848, 1851, 1857, 1860, 1870, 1887 vantar allar skýrslur, eða
alls um 25 ár. Fyrir árin 1849, 1880 og 1881 hefir aðeins aðaltala
nautpenings verið birt, þó án kálfa. Arnljótur Olafsson hefir í 2.
bindi af »Skýrslum um landshagi« rækilega yfirfarið hinar eldri
skýrslur til 1852 og leiðrétt þar ýmislegt. Hinar seinni skýrslur þyrfti
líka að gagnskoða, helzt með hliðsjón af frumskjölunum, þvi
reikn-ingsvillur og aðrar villur koma þar fyrir sumstaðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free