- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
234

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

234

+sautpeniiigur

fjáreign mjög mismunandi i ýmsum héruðum. Þar sem
beitilönd eru góð og viðáttumikil er eðlilega mest stunduð
sauðfjárrækt. en þar sem graslendurnar eru stærri og
hey-skapur mikill úr stararmyrum og flóum er rneira af
naut-gripum. í>ó er gagn hinna einstöku kúa engan veginn
meira i slægjusveitunum, en i afskektum bygðarlögum með
kjarngóðu grasi og nægilegri túnrækt, þar eru oft ágætar
kýr, þó þær séu færri, af því aðalfóður þeirra er taða, en
i hinum miklu slægjusveitum eru þær mest fóðraðar á
út-heyi. Af fyrgreindum ástæðum er nautpeningstalan lang
hæst á Suðurlandi, bæði beinlínis og tillölulega eftir
flatar-máli og fólksfjölda. Hið mikla og grasgefna
Suðurlands-undirlendi ræður þar mestu. Eftir seinustu
búnaðarskýrsl-um (1914) voru á Suðurlandi 9926 nautgripir, á Vesturlandi
5596, á Norðurlandi 6695, á Austurlandi 3163. í
Rangár-valla- og Arnessýslum einum voru, 1914, 5946 nautgripir
eða tæpur fjórði hluti allra nautgripa á landinu.
Lang-flestar eru kýrnar kringum hin stærri slægjulönd á
Suður-landi, þannig voru (1914) i Ásahreppi við Safamýri 390 kýr
og alls 482 nautgripir og í Ölfusi 340 kýr og alls 413
naut-gripir, en samtimis voru i allri Austur-Skaftafellssýslu
að-eins 360 kýr og i Strandasýslu 371 kýr. I stöku sveitum
er svo slægjulítið, að mjög örðugt er að fóðra kýr, þannig
voru t. d. i Fjallasveit i Norður-Pingeyjarsýslu 1914 aðeins
12 kýr, 1 graðungur og 5 kálfar, en i Grimsey voru 6 kýr,
eitt veturgamalt naut og einn kálfur.1) A seinni árum hefir
mikið verið ræktað af túnum við ýmsa kaupstaði,
sérstak-lega kringum Eeykjavik, þar voru lika, 1914, 244 kýr, á
Akureyri 122 og á Seyðisfirði 41.

«) Sbr. Ferðabók í>. Tb. I. bls. 32, 237.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free