- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
242

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

242

Xautpeiiiiigsrækt

t

dökkleitar kýr*.1) Fyrir þvi segist Olafur Stepbensen hafa
reynslu, að meira smjör fáist úr mjólk rauðra kúa en
hvítra, og þær þrifist betur af sama fóðri; hafi hann fyrst
haft ljósar kýr, en fór svo að safna dökk- og dumbrauðum
kúm »er eg hefi fundið miklu þénanlegri i búi og betri að
þrifum og mjólkurgæðum*. Hann segir lika, að
útlending-ar i þá daga hafi álitið rauða eða svarta liti bezta »eður
og blending hverstveggja litar, sem er þessa beztur; vér
köllum þenna lit rauðdumbóttann eða kolmúlóttan, þá
bak-ið er rautt, en granir, búkur, fætur og hali alt svartleitt.
Skaðlaust er þó kvr séu húfóttar, krossóttar eða með
hvit-um taumum á höfði, þegar aðeins liturinn yfir höfuð er
rauður eða dökkleitur; þó er sá svarti litur þeim rauða og
öllum öðrum lit aðgætnisverðari, þar sem mvbit er mikið,
í þann máta, að þetta illfygli stingur og plágar svartan
nautpening fram úr máta.«2) Sumir hafa enn trú á
kolmúl-óttum og gulrauðbröndóttum litum á kúm, svo er lika á
Jerseykúnum, að þar fvlgir bröndótti liturinn
smjörgæð-unum.3)

Kynbætur nautgripa. Eins og vér höfum séð. eru hér
engin ákveðin kúa- eða nautpeningskyn, að þvi er
búfræð-ingar segja, alt hefir ruglast saman á fyrri öldum, ef á
annað borð ýms afbrigði nautpenings hafa komið hingað
með landnámsmönnum.4) Oft hefir verið talað um það fyrir

’) Búnaðarrit XXII, bls. 37.

2) Gl. Félagsrit VI, bls. 23—25. Sbr. Magnús Stepliensen í
Vete-rinair Selskabets Skrifter I, 1808, bls. 241.

3) Búnaðarrit XXVIII, bls. 47. 61.

4) Eftir að bafa x-annsakað sköpulag og liausbein á íslenzkum
kúm. kemst Bæröe að jþeirri niðurstöðu (Kvæget paa Island bls. 153
—161), að þær líkist ekki verulega kúm á vestur- og
suðvesturströnd-um Noregs, sem þó belzt hefði mátt búast við, en miklu fremur
Telemark og 0sterdalskyninu. Giskar hann á, að til forna hafi ef til
vill verið tvenn kynferði nautgripa á vesturströndinni, og annað sé
nú horfið þaðan, en einkenni þess haldist ef til vill hjá
uppsveita-kúnum norsku og hinum íslenzku. Hann játar þó, að rannsóknirnar
séu eigi enn nægilega. víðtækar til bess að skera úr þessu. enda eru
slíkar kynafbrigðarannsóknir mjög ótryggar og örðugar. Ekki er
heldur óhugsanlegt, að séreinkenni íslenzkra kúa stafi af fornri
blönd-un við kúakyn frá Bretlr.ndseyjum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free