- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
243

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kynbætur nautgripa

243

löngu, að nauðsyn væri á að bæta kúakynið, en engin
framkvæmd varð úr þvi önnur en sú, að menn við og við
á 18. og 19. öld fengu sér útlendar kýr. Hina veigamestu
tilraun i þessu efni gerði Magnús Stephensen, fékk rauðar
kvigur frá Sjálandi 1816 og 1819 af konungsbúum og
danska bola; kvigur þessar reyndust vel, komust i 18—20
merkur; segist Magnús hafa breytt nautakyni sinu mjög til
hins betra á þennan hátt, það orðið stærra og mjólkað
betur. Kýr af þessu danska kyni komust að Hvitárvöllum
og i Hjálmholt.1) Fyrir miðja 19. öld voru danskar kýr
allviða liuttar til landsins eins og sjá má af sóknalýsingum.8)

A 20. öld hefir fyrst komið skrið á kynbótaviðleitni,
eftir að landbúnaðarfélagið tók til framkvæmda. Pá var
eftir aldamótin farið að koma á stofn kynbótafélögum fyrir
nautgripi3) og er öll áherzla lögð á mjólkurframleiðslu og
smjörgæði kúnna. Fyrstu nautgripafélögin voru stofnuð
1903, en siðan hefir þeim stöðugt fjölgað, við árslok 1914
voru þau orðin 24 með 642 fólagsmönnum og 2895 kúm;
alls höfðu 38 félög verið stofnuð. 14 höfðu lagst niður en
24 voru starfandi. Arið 1916 voru fólögin orðin 30 og

J) Maguús Stephensen lýsir þessum tilraunum sínum í
Klaustur-pósti VIII, 1825, bls. 160—162. Lovs. f. Isl. VII, 590; VIII, 27-28.

2) 1 sóknarlýsingu Breiðdalssóknar er sagt, að á Gilsá séu kýr af
sjálenzku kyni, »mjólka þær 7 — 7 1 2 pott í mál af 12—14 punda gjöf,

en islenzkar kýr mjólka sumar eins vel, dæmi til að þær hafi
mjólk-að 10 2 pott í mál af lítið jneiri gjöf«. Pá var einnig um 1840
naut-peningur af útlendu kyni í Möðruvallasókn, einkum á
Möðruvalla-klaustri. A Setbergi voru, 1840, kýr af útlendu kyni »sem bæði þykir
þríflegra og arðmeira en jafnaðarlega reynist af innlenzku, með því
kýr kyns þessa eru svo mjólkursamar, að við ber, að orðið hefir að
gelda þær upp. þá undir burð hafa átt að taka stálma, í stað þess af
innlenda kyninu standa kýr oft geldar alt að 13 vikur fyrir burð og

þykir hitt notameira að annars jafnri mjólkurhæð«. (S. Einarsen:

Sóknarlýsing Setbergs 1840, Hdrs. Bmf.). Eftir beiðni Bjarna
amt-manns sendi stjórnin til Evjafjarðar. 1838, bola og kvigu frá
Holseta-landi *til kjmbóta (Lovs. f. Isl, XI, bls. 243). Arið 1852 er sá kynstofn
talinn dauður (Ný Félagsrit XII, bls. 161). Um miðja 19. öld voru til

Eyjafjarðar flutt naut af rauðu dönsku kúakyni (Arsrit ræktunarfélags
Norðurlands 1915, bls. 28).

s) Sbr. Lög um samþyktir um kynbætur nautgripa 20. okt. 1905

(Stjórnartiðindi 1905 A bls. 160-163).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free