- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
248

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

248

Xautpeiiiiigsrækt

Um islenzk fjós segir Magnús Stephensen 1808. Lengcl
þeirra er eftir nautgripatölu, breiddin 7—7 ljs alin; gólfi5
er hellulagt, 5—6 feta breitt i miðju, beggja megin við það
eru lág þrep steinlögð höfð fyrir bása, þakin svo með
löng-um, þurrum og þunnum myratorfum, að hver bás verður
sléttur, mjúkur og þurr. Prepunum er skift i bása með
timbri eða öðru, hérumbil 1 */2 alin fyrir hverja kú. Pannig
verður dæld eftir miðju fjósi og þangað fellur mykjan, því
gripirnir standa á básunum með höfuð upp að vegg og
afturhlutann að miðganginum. Snemma á morgnana eru
básarnir hreinsaðir út á miðganginn, sem svo er mokaður
hreinn og mykjan flutt út i hauginu. sern vanalega er
keilumyndaður. Fóðrið er gefið i básunum og þegar það
er mestalt jetið, eru gripirnir leystir til brynningar. Sumir
hafa brunnhús i útbyggingu af fjósinu, en þeir sem hafa
fáar kýr, bera þeim vatn i fötum, að minsta kosti þegar
veður er ilt, en sumir verða að leysa kýrnar í hvassviðri,
frosti, snjó og ófærð og reka þær til brynningarstaðarins.
fessi lýsing á islenzkum fjósum mun enn víðast eiga við.1}

r

Arið 1873 lýsir Sveinn Sveinsson íslenzkum fjósum svo, að
þau séu víðast of þröng og of lág. víðast þvinær
glugga-laus, svo ávalt er dimt á skepnunum. Kýrnar einatt
óhrein-ar og þykt lag af saurindum á þeim að aftan. Segir hann
þetta komi af þeim óvana að hafa torf undir i öllum
bás-um i stað þess að hafa við í þeim fremst, svo sem 2 eða
3 borðabreiddir, þá sé hægra að halda þeim hreinum. Björn
Bjarnarson búfræðingur segir 1881: »Fjósin eru jafnan
jötulaus og kúnum gefið hið bezta hey í básana og geta
þær troðið það undir sór svo mikið skemmist. Pó fátt
sé í fjósunum, eru þau oftast höfð tvístæð, eru oft rislítil og
lek, fer því fóðrið þvi ver og dýrin hrakast«.2) Guðjón
Guð-mundsson segir 1908: »Fjósin hér á landi eru viðast vond,
sumstaðar afleit, þröng, loftlítil, dimm og vont að hirða i

>) Veterinair-Selskabets Skrifter I, 1808. bls. 227-229.

l) Skýrsla Búnaðarfélags Suðuramtsins 1872—74. Rvík 1875, bls.
22 og 1880-84. Rvík 1885, bls. 25.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0266.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free