- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
249

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjós 249

þeim. A seinustu árum hafa þó verið bygð hér og hvar
á landinu góð fjós, en fjöldinn af nýju fjósunum, sem eg
héfi séð, hafa þó ýmsa af göllum gömlu fjósanna, og eru
auk þess .súggjörn, en dragsúgur er mjög vondur fyrir
mjólkurkýr«. »Eins og fjósin eru nú víðast, eru fjósverkin
mestu óþrifaverk, sem vorkunn er þótt fólk hliðri sér hjá,
ef það á annars kost. Vatnið verður oft að sækja langan
veg og það i hvaða veðri sem er og mykjan að berast út
i trogum (mykjuberum). Væri þar á móti haugshús við
fjósin og vatnsleiðsla i þau, þyrftu fjósverkin ekki að vera
verri eða leiðinlegri. en hver önnur skepnuhirðing, eða
önnur heimilisverk. nema siður sé*.1) H. J. Grönfelt segir
um íslenzku fjósin 1909: »Eins og þau eru víða er ekki
hægt að mjólka svo kýr inni, að mjólkin sé hrein og góð,
af því vanalega er loftið svo ilt og heitt, einkum á
morgn-ana, að þvi verður ekki með orðum lýst«2) Hér má bæta
við. að oft heíir verið mjög óþrifalegt utan við islenzk
fjós, mykjunni mokað i stóran haug beint út af
fjósd\Trun-um og lögurinn mykjublandinn hefir svo runnið i allar áttir
um hlaðvarpana, þegar þiðna fór úr haugunum á vorin.
Eðlilega voru nú ýmsar undantekningar frá þessu á 19.
öld, á þrifaheimilum var nautpeningur allviða betur hýstur
og hirtur. Mikil breyting hefir á 20. öld orðið á
allmörg-um bæjum viðsvegar um land, bygð stærri og betri fjós,
hlöður, safngryfjur, safnhús o. s. frv.3) Þó munu enn mörg
vera léleg fjósin og með gamla laginu viða um sveitir.4)

Fjósbadstofur. Mjög viða á Islandi hefir til skamrns
tíma tíðkast að hafa kýr sundir palli«. far sem svo hagar

’) Búnaðarrit XXII, bls. 39-40.

») Búnaðarrit XXIII, bls. 242.

a) Lýsingar á fjósum eins og þau eiga að vera hjá Ólafi
Stephen-sen Gl. Félagsrit VI, bls. 37-39. Sbr. XII, bls, 135-136. Guðm.
Einarsson: Nautpeningsrækt bls. 18—20. Búnaðarrit XVIII, bls. 25
—27; XXI, bls. 117-121. Plógur I, bls. 25-26; II, 27—28. Ágúst
Helgason: Mykjuferja. Búnaðarrit XXVI, bls. 293—302. Lýsingar á
nýjum fyrirmyndarfjósum, Freyr III, bls. 45—46; X. bls. 56.

4) Brynjólfur Jónsson fi’S. Minnanúpi getur þess, að í ungdæmi
bans haii það verið siður í Gnúpverjahreppi. að unga fólkið safnað-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0267.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free