- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
251

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjósbaðstofur

251

títt, og sumstaðar á Sléttu og í fistilfirði, að kýr eru
hafð-ar inni i bæjum, i einhverri skvompu og verða sumstaðar
að ganga inn um bæjardyr og göng, þegar þær fara til
hí-býla sinna.1)’ Eftir úttektum á jörðum
Múnkaþverárklaust-urs 1824—28 voru þá sumstaðar fyrir norðan Jökulsá i
Axarfirði kyr undir palli i baðstofunni og í Eyjafirði voru
þá á einstöku bæ kjrbásar út úr baðstofunum. Á
Ytri-Tjörnum i Ongulstaðahreppi var, 1824, kýrbás úr
baðstofu-enda saman hlaðinn og á Syðri-Tjörnum var i austari enda
baðstofu bás fyrir 2 kýr, lika saman hlaðinn úr torfi án
nokkurrar spitu. Á Grýtu í sama hreppi var 4 kúa fjós,
veggir milli básanna og básarnir samanhlaðnir; voru slik
fjós kölluð stublafjós}) I Aðalvíkursókn voru 1847 kýr víðast
undir baðstofuloftum og hlöður nærri á hverjum bæ bæði
fyrir kýr og kindur og alstaðar innangengt i þær.3) Eggert

V

Olafsson getur þess, að búðsetufólk i fiskiverum sumstaðar
hafi haft kýr í afþiljuðum kompum i sjóbúðum sinum.4)
Pað er annars algengt i Norðurálfu og víða um heim, að
fátæklingar hafa búpening í hibýlum sínum, fjósbaðstofur
eru t. d. algengar i Sviss og viðar í Alpafjöilum.

Fóöur kúa. Kýr standa á Islandi vanalega inni i 33
— 34 vikur og stundum jafnvel lengur, þegar hart er i ári
og á útkjálkum; á Hornströndum standa kýr oftast inni
i framundir 40 vikur og verður þó stundum að taka þær
inn á sumrin, þegar eitthvert hretið dynur yfir; i
Föngla-bakkasókn standa kýr lika stundum inni i 10 mánuöi vegna
snjóþyngsla.5) Kýr eru mestmegnis fóðraðar á töðu, þó þeiin
i sumum héruðum sé gefin stör og annað mýrahey
með-fram og sumstaðar í sjávarsveitum fá þær nokkuð af
sjó-fangi. Nú eru allir ásáttir um að fóðra kýrnar sem bezt,
svo þær geri sem mest gagn árið um kring, en á fyrri
öld-um var hirðing og fóðrun kúa mjög ábótavant. Yiðast

’) Ferðabók Þ. Th. III, bls. 341.

s) Lögfræðingur III, bls. 114—115.

s) Sóknarlýsing Aðalvíkur 1847 Hdrs. Bóktr.f.

*) Ferðabók E. Ól. bls, 353.

s) Ferðabók Þ. Th. II. bls. 92; IV, bls. 12.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0269.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free