- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
253

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fúður kúa

2Ö3

mál, þar eftir mjólka þær. en hafa þó sumir þeirra so góð
hey, sem bezt mega fást, en þeir vilja heldur hafa fleiri, og
gefa öllum lítið, því þeir segjast hafa meira gagn af þeim
mörgum á ’sumri, þegar ei þarf að gefa hey. feir beita
þeim út á vorum. vetrum og haustum, þegar enginn gróður
er á jörð, eins kvigum, meðan þær eru i vexti. fær verða
þvi kviðlausar og smáar. leggja sig ekki vel til grassins á
sumrum, verða kostlóttar að mjólk og magrar árið um kring;
mjólkuræðarnar dragast saman, svo þær verða aldrei
gagn-legar«.x) Sveinn Pálsson segir 1793, að í Hornafirði sé þá
20 hestar (einn heyfaðmur) talið mátulegt kýrfóður.2)
Svip-uð meðferð á kúm hélst sumstaðar fram undir miðja 19.
öld. Porkell Bjarnason lýsir búskap i Skagafirði á árunum
1840—50 og segir meðal annars: »Sumstaðar voru kýr
hvergi nærri vel fóðraðar, man og eftir þeim bæjum, sem
ár eftir ár var orðið heylaust á fyrir kýr svo að kalla á
sumarmálum eða afliðandi þeim; var þá verið að reyta poka
og poka af heyi. þar sem það fekst, safna kjarna, berja
þorskhöfðabein og rifa hris, þar sem þess var kostur, til
að gefa þeim með útibeitinni á sinunni. Alment var þetta
þó ekki. en viða munu kýr hafa gert fremur lítið gagn«.3)
Á seinni öldum hafa jafnan verið einstöku búmenn,
sem vissu hve mikla þýðingu það hafði að gefa kúnumvel;
og öllum búfræðisrithöfundum 18. og 19. aldar kemur
nokk-urn veginn saman um, hve fóðrið þurfi að vera mikið og
fara ekki fjarri því sem nú þykir hæfa á 20. öld. Almenn
hirðing nautgripa i byrjun 18. aldar sést vel á orðum Páls
lögmanns Vidalin og eins skoðun hans á hæfilegu kýrfóðri.
^Pað er kallað meðalár, er svo viðrar á hausti, að geldar
kýr ganga á haga daglega til allraheilagra messu, og svo
geldnaut öll, en hafa þó gjöf þar með i annað mál; en svo
á vo^i, að sauðgróður sé kominn á Hallvarðsmessu og
geld-naut gangi á haga þaðan i frá með gjöf í annað mál.

Atli. Hrappsey 1783 bls. 121.
*) Journal II, bls. 224.
s) Tímarit Bókmf. XIII, 1892, bls. 205-206,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0271.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free