- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
254

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

254

Xautpeiiiiigsrækt

Nautgróður sé korninu i fardögum og megi þá mjólkurkýr
úti liggja, en sauðfé alt með sumri; ei er meðalært ella.
Það er kýrfóður nægilegt, að 20 málbandshestar eru
ætl-aðir kú hverri, eður 30 hestar af almennu sumarbandi*.1)
Pað verða um 5530 pd., ef málbandshestarnir eru
sam-kvæmt ákvæði Búalaga 4 fornar vættir. Björn
Hall-dórsson ætlar kúnni 26 hesta (á 240 pd.) eða 6240 pd. af
heyi; Stefán Pórarinsson amtmaður telur (1796) 5600 pd.
nægilegt kýrfóður og kallar það 35 hesta.8) Sveinn
Páls-son segir, að kýr þurfi 30 hesta fóður um 8 mánaða vetur3)
o. s. frv. Magnús Stephensen segir að ekki megi setja kú
á minna en 40 hesta af misjöfnu bandi, en gerir þó ráð
fyrir að eitthvað gangi af.4) Tryggvi Gunnarsson telur
(1864) 30 hesta af töðu nægilegt kýrfóður.5) Eirikur Briem
gaf kúm sinum 600 fjórðunga af heyi á ári og mjólkuðu
þær að meðaltali 2500 potta.6) Guðmundur Einarsson á
Kvennabrekku telur »10 pd. af töðu eða töðugæfu heyi hið
minsta fóður fyrir vel mjólkandi kú, 12—15 pd. i meðallagi
og betur, 15—20 pd. i mesta lagi i mál. Séu nú gerð 25
pd. töðugæfs heys handa meðalkú á dag allan fóðurtimann
úr árinu, sem eg tel að meðalt.ali á íslandi 33 vikur,
verð-ur fóðurþyngdin 18 skpnd. rúm (5775 pd.), en til að vera
vel birgur fvrir kúna veitir ekki af 20 skippundum (6400
pd.) mun það svara 30 til 40 hestum af sumarbundinni töðu,
eftir þvi sem bandið er vænt og taðan þung«.7) I Yikverja
1874 er kýrfóðrið talið 6400 pd. eða 40 hestar með
vættar-böggum yfirfljótanlegt i 34 vikur, sem talinn er þar meðal
innistöðutimi kúa syðra og verða það 27 pd. töðu á dag.8)

1) íslendingur III, (1862) bls. 77-78.

2) Atli 1783, bls. 78. Gl. Félagsrit XIV, bls. 247. Jobnsens
Hug-vekja bls. 150—151.

s) Landfræðissaga III, bls. 176.

4) Ræður Hjálmars á Bjargi 1820, bls. 97.

5) Ný Félagsrit XXIV, bls. 38.

6) Búnaðarrit V, bls. 36.

7) Guðm. Einarsson: Nautpeningsrækt 1859, bls. 25—26. Sbr.
Torfi Bjarnason í Andvara X, bls. 136—146,

8) Víkverji II. bls. 112.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0272.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free