- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
258

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

258

Xautpeiiiiigsrækt

meðan kúabúin voru stærst á 12—16. öld, og kúnum var
mikið beitt úti, liafi að meðaltali eigi mjólkað meira en

1000—1100 potta á ári; fram yfir miðja 19. öld mjólkuðu

t

meðalkýr i Noregi ekki meira. A 17. öld hefur
meðalkýr-nytin varla verið mikið hærri, þvi eftir úrskurði lögmanna
1693 átti leigufær kýr að komast i 6 merkur, þegar hún
mjólkar mest. »t*að er að forngildu kölluð leigufær kýr.
sem kemst til 6 marka, (7 marka) mjólkur, þá hún er best«
segja Búalög »eður mjólki hún 5 merkur á sumur að
jöfn-um mjöltunKc.1)

Þegar kemur fram á 18. öld, verður mjólkurhæðin
meiri, eru til frá þeim tima ýmsar athuganir og áætlanir
merkra manna um meðalkýrnytir og mjólkurhæð beztu
kúa. Finnur biskup Jónsson telur þá kú stirtlu, er mjólki
1216 merkur um árið, þá meðalkú, sem komist i 8 merkur
og mjólki 1167 potta, en þá sæmilega og gjaldgenga. er
komist i 6 merkur og mjólki 1751 mörk um árið. Skúli
Magnússon fógeti segir meðalkýrnyt 1642 potta, en margar
kýr mjólki þó betur; árið 1734 segist hann hafa eignast
kú á Felli í Hornafirði, sem kelfdi i október og mjólkaði á
dag mest 12 potta eftir burð og um Jónsmessu, en alls á
ári 3480 potta. Slikar kýr segir hann algengar á Tjörnesi
og i Þingeyjarsýslu og viðar um land hjá
þrifnaðarbænd-um, er ali þær mest á töðu; k}’r, sem borið hafa i miðjum
júni, veit hann til að hafi komist i 18 potta, þó setur hann
meðalnyt ekki meiri en 1642 potta.8) Björn Halldórsson
hefur reynslu fyrir þvi, að betri meðalkýr, sem vel er gefið,
eigi að mjólka um 2008 potta á ári, en ekki telur hann það
meðalnyt fyrir land alt.3) Stefán Pórarinsson amtmaður
telur góða kú að jafnaði mjólka 2400 potta á ári4) og álitur
þær »úrkynja og slæmar eður illa fóðraðar, nema
hvort-tveggja sé, sem minna mjólka« og að þær eru til »kemur
af misjafnri og rangri meðferð og háttsemi í rækt og upp-

!) Atli og Búalög. Kmhöfn 1834, bls. 183, 184—85.

J) Gl. Félagsrit IV. bls. 192-194.

s) Atli 1783, bls. 119.

4) Gl. Félagsrit XIV, bls. 243-246.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free