- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
261

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mjólkurhæð kúa

261

að meðaltali, minst 1535, mest 4534 potta. Ein kýr á
Hvarfi í Bárðardal mjólkaði á árinu 1884 4677 potta. Þetta
virðist, eins og skýrslur 18. aldar, benda á. að í
Þingeyjar-sýslu séu -sórstaklega góðar mjólkurkýr. Prjár kýr á Bæ í
Króksfirði mjólkuðu 1887 að meðaltali 2591 pott; 9 kýr á
Reynivöllum i Kjós mjólkuðu 1883 2015 potta að meðaltali,
7 kýr á Meðalfelli i Ivjós s. á. 1928 potta.1) Pessi fáu dæmi,
sem hér hafa verið tilfærð, virðast benda á, að mjólkurhæð
kúa hafi töluvert farið fram á 19. öld, þau sýna líka, að
sumar islenzkar kýr eru ágætar mjólkurskepnur, þegar vel
er með þær farið, og ennfremur, að mismunur kýrnyta er
allmikill í ýmsum héruðum.

r

A 20. öld hefur hirðing og meðferð kúa viða mjög
far-ið fram. og síðan nautgripafélögin voru stofnuð, hafa
feng-ist nákvæmar skýrslur um mjólkurhæð og fóður margra
kúa; margt þar að lútandi er prentað í Búnaðarritinu og
verðum vór, til að forðast málalengingar, að vísa til þeirra
skýrslna um alt hið einstaka.1) Eftir skýrslum
nautgripa-félaganna er talið, að meðalársnyt islenzkra kúa um alt
land sé nú rúmlega 2200 pottar, en á mörgum einstökum
búum er mjólkurhæðin töluvert meiri, 2500 til 3000 pottar
og nokkuð þar yfir. Stöku kýr mjólka ágætlega og
kom-ast langt fram úr venjulegri mjólkurhæð, og dæmi eru til,
að kýr hafi mjólkað 4600 — 4800 potta. Páll Zóphóniasson
hefur eftir skýrslum nautgripafélaganna 1904—1910 reiknað
afrakstur af 6898 kúm og var liann að meðaltali 2227 kg.
mjólkur og 89 kg. smjörs. Til þess að mjólka svo. þurfti
meðalkýrin að fá 5 ^/s kg. (22 merkur) af töðu í mál til
jafnaðar allan veturinn með 35 vikna gjafatima.8) Eftir þvi
verðlagi sem nú er, munu kýr varla borga fóður og hirðing,
nema þær að minsta kosti mjólki 1800 til 1900 potta. Eftir

») Búnaðarrit 1, bls. 131-138; II. ble. 208.

*) Seinasta yfirlitið yfir nautgriparæktina og felögin eftir Sigurð
Sigurðsson er í Búnaðarriti 29. árg. 1915 bls. 118—142. Sbr. 28. ár
bls. 67—73: 22. ár bls. 9—16. 18. ár bls. 72 og víðar.

*) Búnaðarrit XXVIII. bls. 25. P. Z. Góðar og slæmar kýr
(Frejn- XI, bls. 7-9;.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0279.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free