- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
263

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mjólkurhæð kúa

263

grein hafa orðið á 2 eða 3 seinustu áratugunum. Árið
1903 voru taldir allir nautgripir i Danmörku og um leið
safnað skýrslum um mjólkurhæð kúa, fekst þá vitneskja
um meðalársnyt 64 °/o af öllum kúm i Danmörku og var
hún 2617 kg. eða pottar, meiri á e}Tjuimm, 2802 kg., minni
á Jótlandi, 2455 kg. Framfarirnar hafa verið mjög
örstíg-ar á seinni árum, því snemma á 19. öld var meðalkýrnytin
ennþá lág, þó ágæt kúabú væri á stöku stað. Um 1840 er
talið að meðalársnytin í Danmörku hafi verið 1460 kg., 1880
2200—2400 kg., nú 2600—2800 kg.1) Eðlilega fer
meðal-nyt ýmsra fyrirmyndarbúa og einstakra ágætiskúa langt fram
úr meðalársnyt fyrir alt landið. Afrakstur kúa í Noregi og
Sviþjóð er miklu minni, þegar alt er tekið; þó eðlilega sóu
þar lika góðar mjólkurkýr á ýmsum búgörðum, þá er
með-ársnytin yfir land alt miklu lægri. I Noregi öllum vai’
meðalársnyt kúa 1905 talin 1386 lítrar og hefir þó hækkaö
töluvert á seinni árum, var talin 1855 900 lítrar, 1875 1113.
1885 1133, 1895 1235 lítrar. Á útkjálkabygðum í Noregi er
mjólkurafrakstur kúa ennþá minni, þannig er meðalársnyt
kúa i Lofoten 1897 talin 800 lítrar.’) Magnús Stephensen
skoðaði 1784, og svo aftur 1808—1809, nautpening i Noregi
og »fældist hans útlit« eins og hann kemst að orði.
Por-kell Fjeldsted stiftamtmaður hélt 1784 á búi sinu að
Hólmagarði fvrir ofan Mandal 40 kýr. Magnús Stephensen
skoðaði þær næstum daglega »og fann þar fullorðnar kýr,
ljótar og loðhærðar á vöxt, allar við tvævetrar meðalkvigur
hjá oss, allar 40 mjólkuðu ekki á við 10 meðalkýr vorar«.
Aunarstaðar sá hann þó bragðlegri kýr, enda voru þær
betur hirtar og fóðraðar.8) Seinna var farið á stöku stað
að leggja rækt við kúpeningshirðingu. Eftir
mjólkurskýrsl-um frá búi i Noregi með 20—30 kúm 1851 með útvöldu

’) Jens Warming: Haandbog i Danmarks Statistik, Kbhavn 1913.
bls. 161. Falbe-Hansen og W. Scharling: Danmarks Statistik II.
bls. 215.

2) A. Helland: Lofoten og Vesteraalen. Kristiania 1897, bls.
210, 216.

3) Klausturpóstur VIII, 1825 bls. 142.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0281.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free