- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
269

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Afrakstur kúabúa

269

ánum, jafnvel hvað sem í boði var. Kaupakonurnar
af-sögðu að mjólka. Póttust annaðhvort of góðar til þess,
eða kunnu það ekki*.1) Smjörsala frá Islandi gæti verið
margfalt meiri og til mikils hagnaðar fyrir landið. ef
sór-stakar ástæður eigi væru til fyrirstöðu, einkum hin mikla
eyðslusemi Islendinga. Mestallur kúarjómi fer i kaffi og
heimilissmjör, en sveitafólk á Islandi drekkur meira kaffi og
etur meira smjör, en alþýðufólk í nokkru öðru landi.

Smjörgæði og fitumagn islenzkrar kúamjólkur er mjög
mismunandi. Gruðjón Guðmundsson telur meðalfitumagn
kúamjólkur hjer á landi 3,76 °/o og er það tiltölulega mikið’;
i Danmörku er meðalfitumagnið að eins 3,36 °/o. Mikill
munur er á hinum einstöku kúm i þessu tilliti, hinar hæstu
i nautgripafólögunum hafa 6 °/o feiti, hinar lægstu 1,8 °/o.
Petta hefir eðlilega mikil áhrif á smjörframleiðsluna.
Guð-jón Guðmundsson segir, að úr 100 pd. af mjólk með 2,5 °/o
fitumagni fáist 2 pd. 67 kvint smjörs, til að gjöra
smjör-punclið þarf 37 pund af mjólk; úr 100 pd. af mjólk með
5,5 °/o fitumagni fást aftur á móti 6 pd. og 16 kvint smjörs
og til að gjöra smjörpundið þarf að eins 16 pund mjólkur.
»Hver bóndi, sem eykur meðalfitumagn mjólkurinnar úr
kúm sinum um 1 °/o, með þvi að farga þeim kúnum, sem
magrasta mjólk gefa, og fá aðrar með feitirikari mjólk í
staðinn, græðir á því árlega 51 pd. smjörs fyrir hverja kú,
só meðalnytin 2200. «2)

A fyrri öldum, þegar kýrnar gengu mikið úti og
mjólk-uðu minna, hefir smjörgagn þeirra lika verið minna, einsog
ráða má af því, að 1473, 1544 og 1573 er dæmt, að hálf
vætt smjörs3) skuli vera smjörafrakstur eftir kúgildi.
Búa-lög segja: ^Pað er mælt, sú kýr, sem mjólkar hálfan fjórð-

’) Siguröur Sigurðsson : Starfsemi smjörbúamia árin 1900—1910
(Búnaðarrit XXVI, 1912, bls. 118 — 156). í mörgum greinum öðrum í
Búnaðarriti er ýmislegt um rjómabúin.

2) Búnaðarrit XXII, bls. 21, 43-44. Sbr. XXVIII. bls. 89; XXIX,
bls. 131, 140.

3) Ein forn íslenzk vætt var fyrir 1619, 5þegar dönsk vog var
leidd í lög, 34,56 kg. eða rúm 69 pd.; fjórðungur 4.32 kg., nú er
fjórð-ungur 5 kg. (10 pd.) og vætt 40 kg. (80 pd.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0287.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free