- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
271

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Snijur

271

Frá 19. öld þarf ekki að taka nema þessar tvær
tilvitn-anir. Guðmundur Einarsson i Kvennabrekku segir. að
með-alkostagóð kúamjólk megi það teljast, þegar úr 15
mörk-um fæst smjörmörk »Kostabezta kýrin min< segir hann
»kemst eftir burð i 9 til 10 merkur og er þá viku smjörið
16 merkur. Kostalakasta kýrin min er sumarbæra, 13—14
marka kýr, 26 merkur af nýbæru mjólk hennar þurfa til
einnar smjörmerkurs1). Tryggvi Gunnarsson telur eftir
reynslu sinni eitt pund smjörs fást úr 16 pottum af
meðal-góðri kúamjólk og 132 pd. af smjöri eftir meðalkú á ári2).
Með mjólkurhæð kúnna hefur eðlilega á 19. og 20. öld
smjörgagnið vaxið mjög. Sumar nytháar kýr hafa lika
mjög feita mjólk, svo þess eru jafnvel dæmi á 20. öld, að
fengist hafa nærri 400 pund af smjöri úr einni ársn}Tt
kúar.3)

Um smjörgæði kúa í ýmsum héruðum landsins segir

Olafur Stephensen: »Ekki má þvi neita, að á nokkrum

stöðum þessa lands sé svo gott undir bú. að undan kúm

kunni meira að fást yíir höfuð en 6 fjórðungar smjörs um

árið, svo sem i vissum sveitum Austfjarða, Yestfjarða,

Stranda og Þingeyjarsýslum, að ógleymdum Fljótum og

Olafsfirði. I Pistilfirði, undir Helkundaheiði, skal ólekja

vera þvinær óetandi fyrir óvant fólk þyktar vegna, úr

henni fæst engi þélamysa, sama segist um Aðalvíkur mjólk

norðast i Isafjarðarsýslu, eins er sérlega kostagóð mjólk í

Jökulsfjörðum, Hestfirði, Trékyllisvík, Skaftafellssýslu, inst

i

í Hrútafirði, Fljótum og Olafsfirði, þar á móti gefur
mál-nyta af sér mjög svo kostlitla mjólk í Náhlíð og
Miðdöl-um innan Dalasýslu, að vitni Mad. Valgerðar Sveinsdóttur,
er þar hefur eigi fengið yfir 3 fjórðunga smjörs Undan kú
þó vel hafi fallið á sumardag. T Hitardal hefur fengist
undan kú 3 og 4 fjórð. smjörs og 2 tunna skyrs, en á
Mýrum 2 fjórð. og 1 kvartil. I Skálholti vegna örtraðar
af ofmiklum hestafjölda, undan 8 marka kú 3 fjórð. smjörs

G. E. Nautpeningsrækt 1859. bls. 35-36.

2) Ný Félagsrit XXIV. 1864, bls. 40-41.

3) Búnaðarrit XXVIII, 1914, bls. 71.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0289.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free