- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
272

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

272 Xautpeiiiiigsrækt

og rúmt 1 kvartil skyrs. I Flóa og Olfusi 3 fjórð. smjörs
1*/b kvartil skyrs á sumardag. Pessi upptöldu landspláss,
eins þau betri sem hin lakari. gjöra enga reglu, er grunda
megi á nokkra vissu um það gagn, er almennilega eða }Tfir
höfuð megi af kúm hafa; hitt þori eg að segja, að á
mill-um Gilsfjarðar og Jökulsár á Sólheimasandi, fást eigi yfir
höfuð meira en 6 fjórð. smjörs af einni kú árlangt; og þó
menn jafni saman hinum beztu og verstu landsplássum
undir bú, eigi heldur meira, hvar fyrir eg hygg þá
nær-færnustu reglu, að setja 6 fjórð. smjörs undan kúm yfir
höfuð fyrir heila landið, þótt bæði meira og minna fáist á
stöku stöðunu1). í*að hefur verið almenn trú, að bæði
kúa- og sauðamjólk væri einstaklega fitumikil i ýmsum
útkjálka- og fjallabygðum, sagt að »rjóminn hóldi
skafla-skeifu« bæði á Hornströndum2) og Möðrudalsfjöllum.

Skyr var um margar aldir einn hinn þýðingarmesti og
algengasti matur til sveita á Islandi, og þvi er eðlilega oft
tekið fram í hinum eldri ritum. hve mikið skyr fáist úr
kýrmjólkinni. Eftir dómi 11. júni 1398 var afrakstur af 15
ám og 4 kúm metinn 36 fjórðungar smjörs, 39 skjólur af
skyri, og 31/* tunna af sýru3). Eftir hinum fyrrnefndu
dómum frá 15. og 16. öld átti að gjalda i ársarð af hverju
kúgildi tunnu skyrs og tunnu sýru. Atli segir, að af 100
pottum mjólkur fáist 25 potta rúm af skyri og 75 potta rúm
af sýru, eigi þvi af kýrnyt upp á 2000 potta að fást 4 tunnur
skyrs (tunnan á 120 pta) og 11 tunnur sýru,4) en Skúli
Magnússon reiknar 3 tunnur skyrs og 93/4 tunnur sýru
undan meðalkú5). Bóndi á Yesturlandi telur 1847 að sk}Tr-

J) Grl. Félagsrit VI. bls. 78-79.

2) Um Hornstranda mjólkina kveður Eggert Olafsson: »Mjólkin
þó að hún sé heit. hnígur trautt um bólið þéls, góður þjkír grautur
méls, skeifan flaut um rjómareit; mig rankar til j)ess löngum. ef mér
skemtir skjaldmeyjan á Dröngum«. Sbr. Ferðabók f. Th. II. bls. 92.

s) Dipl. isl. III, bls. 680. Búskjóla tók eftir Jónsbók hálfan
fnn-an fjórðung. (30 merkur) eða 9,1557 lítra ( Búnaðarrit 24. ár bls. 159);
39 skjólur skj^rs verða þá 357 lítrar.

4) Atli 1783, bls. 120.

6) Gl. Félagsrit IV. 1784, bls. 195.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free