- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
273

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skyr

273

tunna fáist úr 500 pottum. en sýrutnnna úr 200 pottum’).
Guðmundur prófastur Einarsson telur skyrið fjórða liluta
mjólkurhæðarinnar, en drukkinn helming: »veldur þvi betri
flóun, þvi þess betur sem flóuð er mjólkin undir hleypingu,
þess meira fæst skyrið, en drykkurinn verður minni, þar eð
mjólkin seyðist niður«2). Tryggvi Gunnarsson segir að fimm
partar skyrs fáist á móti fjórum af sýru, rýrnun mjólkur
við flóun og strokkun só 1 8, því kúamjólk þarf að sjóða
meira en sauðamjólk, ef hún á að vera vel hæf til skyr-

r

gerðar. Ur meðalkýrnyt (á 2120 pta) telur hann fáist 132’ 3
pd. af smjöri, 954 pottar af skyri (7 tunnur og 114 pottar)

r

og jafnmikið af sýru’). A seinni timum hefur verið mjög
litil ostagjörð á Islandi, en i fornöld var ostur algengur
matur, eftir þvi sem sjá má af sögunum, kirkjur lögðn
siðar ostatolla á heil hóruð o. s. frv.4) Um kostnað og
ábata við kúahald með samanburði við sauðfjárrækt, og
um hina fjárhagslegu hlið nautpeningsræktarinnar, hefur
allmikið verið ritað. en vór sleppum hér að fást við það;
á þetta er minst í flestum búnaðarritum, sem hér eru nefnd
neðanmáls og i skýrslum um nautgripafélög í Búnaðarritinu
og visum vér þangað.

Verð kúa. Eins og fyrr hefur verið getið var kýrin
frá þvi í fornöld almennur verðmælir, sem flest eða alt var
miðað við i kaupum og sölum. og var nákvæmlega tiltekið
i lögum, hvernig kýrin átti að vera, til þess hún væri
gjald-geng. Sama verð og kýrin hefur ásauðarkúgildið jafnan haft
»6 ær loðnar og lembdar«, en annars hefir afstaða kýrverðs-

») Ný Félagsrit VII, 1847, bls. 181,

2) G. E Nautpeningsrækt 1859, bls. 36-37. Sbr. Isafold II, bls.
11-12.

3) Ný Félagsrit XXIV, bls, 41. Um skyr, smjör, ost og annan
atrakstur nautpeningsræktar mun síðar getið nánar í köflum um
verzlun og matargerð.

4) Um ost og skyr sjá Olaus Olavius: Fáeinar skíringargreinir
um smjör og ostabúnað á íslandi. Kaupmannaböfn 1780, XVI, 112
bls. 8°. Gísli Guðmundsson. Ostagerð (Búnaðarrit XXIX, 1915, bls.
81—117). Sami: íslenzkt og útlent skyr (Búnaðarrit XXVIII, 1914,
bls. 1—16). Sveinn Sveinsson: Um mjólk, smjör og osta (Andvari III.
1876, bls. 91-135).

18

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free