- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
274

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

274

Naulpeningsrækt

ins til annara hluta i friðu og ófriðu eðlilega verið
mis-munandi á vmsum timum eins og sést á mörgum kaupskrám.
brófum, búalögum o. li. Einkennilegt er það, hvað
geld-neytaverðið er hátt til forna, sjö vetra uxi er 1100 og 1280
metinn á við tvær kyr og 4 vetra naut við kú, en þá var
flestum nautgripum beitt úti, þegar hægt var, og kvr gáfu
miklu minni arð en nú. Á siðari öldum féllu geldneyti mjög
i verði og 1786 var í verzlun eigi gefið meira en 4—5 rd.
kúrant fyrir 4 vetra naut.1] Gegn peningum var
búpenings-verðið yfirleitt lágt á seinni öldum. Okur og óverð telur

r

Olafur Stephensen á kvikfónaði 1787. að kýrin skuli kosta

10—12 rd.2) og Jóni prófasti Steingrimssyni blöskrar. að

kvr i móðuharðindum voru seldar á 8 10 dali og jafnvel

meira »eftir þvi sem sá var ágjarn og miskunarlaus, er seldi.

og svo kom loksins, að gott þótti. að skepnan fekst fyrir

þetta verð.«3) Siðan 1818 má sjá kvrverðið á
verðlagsskrán-f

nra.4) A 19. öld var kýrverðið lægst á árunum 1833—1835
15—16 rd. á Suðurlandi. en nokkuð hærra i öðrum
lands-hlutum. Kýrnar voru oftast á 19. öld ódýrastar syðra, dýrari
nyrðra og vestra og dýrastar i Múlasýslum; var alloft
tölu-verður verðmunur i ýmsum héruðum, jafnvel 25—30 °/o.
A seinni hluta 19. aldar og einkum á 20. öld féllu peningar
mjög i verði og af þvi leiddi eðlilega verðhækkun á öllum
friðum peningi. Um aldamótin og rétt fyrir þau var hið
vanalega kýrverð um 100 krónur. þó gat það verið nokkuð
breytilegt i ýmsum sýslum. Eftir verðlagsskrám 1899—1900
var kýrverðið hæst i Múlasýslum 108—110 kr., á
Yest-fjörðum 100—107 kr.. en lægst í Yestur-Skaftafellssýslu
69-70 kr. Fyrir ófriðinn mikla var alment kýrverð á árunum
1913—1914 komið upp í 120—130 kr., eftir verðlagsskrám
hæst i Reykjavik 134 kr., lægst í Austur-Skaftafellssýslu,
91 kr.; eftir verðlagsskrá 1914 —15 var kýrverðið i Reykjavik

’) Gömul Félagsrit VI, bls. 93.

*) Gl. Félagsrit VII, bls. 135.

3) Safn til sögu íslands IV, bls. 42.

5) Skýrslur um Landshagi I. bls. 234—283 og viðar. Á seinni
árum í Stjórnartíðindum B.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0292.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free