- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
276

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

276

Xautpeiiiiigsrækt

Aheit á hinn sama dýrðling hjálpuðu oft kúm við júgra-

bólgu, fótbroti o, íl. 1430 er getið um nautadauða i Skál-

holti.1) Um miðja 16. öld var mikill nautadauði við og \ ið

á ýmsum bæjum á Suðurlandi. Þessi nautadauði byrjaði á

Hömrum i Grímsnesi 1545, »þeim dauða var svo varið, að

menn sakaði hvorki blóð né gor, þótt það kæmi við hend-

urnar, en ef það kom við andlitið. þá varð það strax mein

og margir misstu sýnina af þvi.« »Maður einn bar nokkuð

af þessu (slátrinu) til sius heirnilis, þar af fékk hann mein

aftan á hálsinn, og bólgu um allar kverkarnar, svo hann

var dauður eftir fáa daga«. Seinast varð vart við þenna

t

nautadauða 1580.’) Arið 1591 hófst nautadauði og hunda
um alt Island og refa, og það dó skyndilega; segja menn
hlotizt hafa af einum engelskum hundi, er drepinn var fyrir
vestan.3) 1636 var mikill nautadauði á Skálholtsbúinu á
Fjalli á Skeiðum allan vetrinn og haustið og á nokkrum
bæjum þar i kring.4) 1660 kom aftur upp nautadauði á
Hömrum einsog rúmri öld áður og á ýmsa aðra bæi þar i

r

grend, hestar fóllu og dauðir niður.5) Arið 1728 var á
Vest-fjörðum það sóttferli á kvikfé,6) að sumt misti klaufirnar,
en sumt drapst sjálfkrafa. einnig var svo mikil óspekt i þvi
að það hamdist hvergi. Þetta varaði frá þvi um haustið og
færðist norður eftir sveitum. en nautpeningur var nytlítill
og sumstaðar steingeldur. Hið sama sóttarfar byrjaði árinu
áður vestur undir Snæfellsjökli. Par drápust fyrst hundarnir
við Hellna og peningur varð bráðdauður; gekk sóttin þaðan
norður eftir sveitum. A árunum 1731 —1733 var mikill og
óvanalegur faraldur á nautum, hestum, hundum og refum
gekk þessi faraldur mest um Snæfellsnes-Dala- og
Húna-vatnssýslur. en stakk sér viðar niður á Norðurlandi og Aust-

’) lsl. ann. (1888) bls. 295.

*) Safn til sögu íslands I, bls. 86. 104, 109.

3) Annálar Björns á Skarðsá I, bls. 306.

*) Ann. Bj. á Sk. II, bls. 206.

5) Árb. Esp. VII, bls. 23.

6) Árferði á Islandi, bls. 138.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0294.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free