- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
281

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sauöfé á fyrri öldum.

281

liðsinni i málum fjóra tign geldinga1) o. s. frv. Sauðir eru
enn viðar nefndir i sögunum og voru þeir þá jafnan
kall-aðir geldingar. Bændur virðast i fornöld hafa átt
tiltölu-lega marga sauði, enda var i þá daga mest ætlað upp á
útiganginn, geldneyti gengu úti flesta vetur. hross og
sauð-ir, en kúm og ám var beitt. þegar hægt var.

Verðlag á sauðfó i kúgildum var árið 1100 hérumbil
hið sama, sem siðar hélst um margar aldir, 6 ær við kú, 2
tvævetrar og fjórar gamlar „og ali lömb sin og órotnar,
loðn-ar og lembdar"; 8 tvævetrir geldingar við kú og 0
þre-vetrir, en 12 veturgamlir. Hrútur tvævetur er ágildur, en
hrútur þriggja vetra og eldri og forustugeldingar eru
met-fé.8) Hve margt fé Islendingar hafa átt á söguöldinni er
nú ómögulegt að giska á með neinni vissu, en
öllrökvirð-ast þó liggja til þess. að sauðfjáreignin hafi verið
tiltölu-lega minni en nautpeningseignin og eflaust hefur þá verið
færra sauðfé á Tslandi að öllu samtöldu en nú er. Hið
forna hlutfall milli nautpenings og sauðfjár hélst alllengi
niður eftir öldum.

Hirðing sauðfjenaðar var til forna i öllum aðalatriðum
alveg hin sama eins og enn i dag. Lömb voru kefld eða
færð frá, ærnar hafðar heima eða i seli og mjólkaðar i
kvi-um, geldf’é rekið á afrétti og þvi safnað á haustin i
göng-um. dregið sundur i réttum o. s. frv. Um alt þetta væri
hægt að tilfæra nóg dæini úr sögunum, ef þörf krefði.
Ilin-ar ýmsu greinar sauðfjárhirðingarinnar fóru fram á sama
tíma og nú, enda skamtar náttúra landsins skilyrðin, sem
ekki er hægt að víkja frá að nokkrum mun. f*að var
á-kveðið i Jónsbók, að viðlögðum sektum, að fó skyldi vera
burtu úr heimahögum (húshaga) þá er tveir mánuðir voru
af sumri, eins varðaði sekt, ef menn ráku fé sitt heirn
fyr-ir tvimánuð. Með réttarbót Eiríks konungs Magnússonar,
2. júlí 1294, var þó vægt til i þessari grein, þar segir svo:

’) Keykdæla 1896, kap. 23. bls. 76-77. flarðarsaga og
Hólm-verja 1891, kap. 29, bls. (53. Hávarðarsaga ísfirðings 1896, kap. 2. bls.
4. Bandamannasaga 1901, kap. 9, bls. 39.

*) Ðipl. isl. I, bls. 165 -166.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0299.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free