- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
284

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

284 Sauðfénaður.

mikla sauðfjáreign á 13. öld og syna, að ýms bú hafa
ver-ið miklu stærri en verið hefur á siðari öldum. Það er þvi
ekki ólíklegt, að sauðfénaður liafi þá verið hérumbil eins
margur eins og uú, þrátt fyrir það þó að kúabúin og
geld-neytaeignin væri mikln meiri.

Um fjáreign manna á 14. og lö. öld eru ýms skírteini
i Fornbréfasafninu, en það mundi verða alt of langt mál
að gagnrýna þau öll, getum vér liér að eins nefnt nokkur
dæmi. Stærstu búin eru þá eins og fyr á biskupsstólunum
og á klaustrunum og svo hjá einstöku höfðingjum og á
hinum heldri kirkjustöðum; um fjáreign smábænda og
kot-unga er litla vitneskju að fá, enda munu margir þeirra að
miklu leyti hafa búið við leigufé kirkjunnar og
höfðingj-auna. Efnahagurinn var þá mjög misjafn, miklu misjafnari
en á söguöldinni. Arið 1374 eru á Hólum i Hjaltadal, heima
og á staðarbúum. 483 ær. 180 geldingar og hrútar, 300
vet-urgamalt fé, alls 963 kindur-1) auk þess grúi af kvikfó i
umboðum og á leigustöðum fjær og nær. Mátti þá heita
að Hólastaður hefði útibú dreifð um allan Skagafjörð oger
á sumum þessum jörðum margt fé, er stóllinn á, bæði
stór-gripir og sauðfé; árið 1389 eiga Hólar t. d. á 6 jörðum í
Skagafirði meðal annars 629 ær og 578 sauði, hrúta og
lömb, alls 1207 sauðkindur.2) Klaustrin eiga einnig margt
fé heima við. auk þess, sem er á útbúum og leigustöðum.
Pykkvabæjarklaustur á, 1340, 215 ær og 315 sauði og hrúta,
Helgafellsklaustur á, 1378, heima á staðnum 180 ær, 180
sauði og hrúta og 98 nautgripi, en líklega hefur margt fó
þaðan verið i eyjum. Kirkjubæjarklaustur á, 1343, heima
420 ær, 360 lömb, 220 veturgamalt, 150 sauði og hrúta, alls
1150 kindur, auk þess 126 nautgripi heima og 120 ær og
10 kýr á leigum.3) Pess er getið á ótal stöðum i
máldög-um, hve mikinn kvikfénað kirkjur eiga, og er það mjög
mismunandi, enda kirkjueignin jafnast misstór partur af
á-höfn kirkjujarðarinnar. Sumar kirkjur eiga 90 — 120 ær og

’) Dipl. isl. III, bls. 290.

5| Dipl. isl III, bls. 430.
s) Dipl. isl. II. bls. 738, 781; III, bls. 328.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0302.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free