- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
286

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

304

304 Sauðfénaður.

er mælt að hann hafi á haustin átt meira en fulla
Geita-bergsrétt. sem tók meira eu 20 hundruð.1)

Um sauðfjártölu á 16. og 17. öld vantar allar skýrslur,
en að líkindum hefur sauðpeningseignin á 16. öld verið
svipuð sem fyrr, tiltölulega minni en nautpeningseignin; á
17. öld virðist töluveið brevting komin á búskaparlagið i
stefnu til þess, sem siðar hefur orðið. I kaþólsku tiðinni á
fyrri hluta 16. aldar eiga klaustrin enn allmikið gangandi fé.
Arið 1525 á klaustrið á Múnkaþverá heima 220 sauðfjár og
43 nautgripi, Pingeyraklaustur 390 sauðkindur og 56
naut-gripi, Reynistaður 520 kindur, 114 nautgripi og 33 hross.2)
Pegar Gissur Einarsson tók við Skálholtsstað, voru þar til
á staðnum og staðarbúum 484 ungir sauðir og gamlir og
433 lömb, 249 nautgripir og 146 hross.8) I Bjarnanesreið
Jóns biskups Arasonar 1547 er þess getið, að þeir félagar
hafi rekið frá Árnanesi i Hornafirði 140 ær og 20 kýr og svelt
þenna pening inni i fjögur mál og var koniið að köfnun.4)
Hin 17 öld var hiu mesta harðindaöld og fénaður týndi þá
oft tölunni. Nöfn hallærisáranna geymast enn hjá alþýðu
og þeirra hefur oft verið minst með hrvllingu : lurkur (1601),
píningsvetur (1602), svellavetur (1625), jökulvetur (1630). hviti
vetur (1633), glerungsvetur (1648), hestabani (1696),
vatns-leysuvetur (1697) o. s. frv. Það hefði verið mjög fróðlegt
að eiga nákvæmar landhagsskýrslur frá þeirri öld. til þess
að sjá. hverjar breytingar harðindaköstin hafa gert á
skepnu-eigninni, en þvi miður er ekki þvi að fagna. Um þá öld
eru þvi nær engar skýrslur, og hinum fáu
visbending-um, sem eru hér og hvar i handritum frá þeim tima,
hefur enn ekki verið safnað. Fénaður lifði þá mest á
úti-gangi og fjárhús vantaði algjörlega i mörgum héruðum, svo
ekki var að undra þó að skepnumissirinn væri mikill. þegar
slík harðindi dundu yfir.5) Pað var þá eins og fyrr og síð-

J) Sýslumannaælir II, bls. 173.

s) Dipl. isl. IX, bls. 308,-316, 321.

s) Dipl. isl. XI, bls. 315.

4) Biskupasögur II, bls. 260.

b) A .16. öld böfðu margir fjölda af útigangsíé á Skotlandi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0304.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free