- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
287

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sauöfé á fyrri öldum.

287

ar, aö sumir hleyptu upp miklum féuaði i góðu árunum, eu
mistu hann þegar harðnaði. Sveinn Jónsson riki á
Illuga-stöðum i Fnjóskadal, sem uppi var um 1623, átti að sögn
fimm hundruð sauða. eitt sumar er sagt hann hafi tekið 3
hundruð sauða, rekið eitt i Húsavik. annað á Akureyri.
þriðja í Hofsós, og seldi alt fyrir peninga; taldi þá alla
mundu annars falla á komandi vetri, enda kom þá
fellivet-ur. Sagt var að hann hefði fólgið fé sitt í jörðu.1) Sagt
er um Pó rarinn bónda i Forsæludal. að hann fyrir veturinn
lli96, sem kallaður var hestabani, hafi átt 300 hross, af þeim
lifðu eftir um vorið ekki nema 60; hann lót um haustið
drepa hundrað hross á hlaðinu eða nærri þar og ryðja
öll-um óbirktum ofan i fossinn. Hann var einfaldur
bóndamað-ur; þó sagðist liann ei hafa átt færra fé í sinni mestu
ves-öld en 800 fjár, svo var hann mikill fjárbóndi; hann hafði

r

30 manns á búi og undir fjórar jarðir.2) Arið 1628 voru
við úttekt eftir Guðbrand biskup Porláksson afhentar heima
á Hólum í Hjaltadal 368 ær, geldir sauðir tvævetrir og eldri
433 og 339 veturgamlir.3)

I byrjun 18. aldar eykst þekkingin um sauðfénað
Is-lendinga stórkostlega við jarðabókarstörf þeirra Arna
Magn-ússonar og Páls Vídalíns. Pá var á árunum 1703 —1712
allur kvikfénaður talinn4). og þá fekst margur fróðleikur
um alla búskaparhagi fslendinga, sem enn er ekki
nándar-nærri búið að vinsa úr eða athuga eins vel og þ}Trfti, enda
varla hægt að nota hagfræðisskýrslur þær, sem jarðabókin
hefur inni að halda. fyrr en búið er að gefa hana út í heilu

og Englandi. I »parlament3«úr3kurði 1533 er bændum bannað að eiga
meira en 20 tíræð hundruð sauðfjár og er sagt að sumir einstakir
menn hafi þá átt 24 þúsund fjár, aðrir 20, 5 þúsundir o. s. frv. Slík
sauðfjáreign þótti hindra ræktun jarðar, og voru lagðar við
háarsekt-ir, ef þetta lagaboð var brotið, en uppljóstrunai-menn fengu hálfar
sektirnar. Th. Rogers: Six centuries of work and wages. London
1906, bls. 340.

») Árb. Esp. VI, bls. 21.

*) Eftir annál Magnúsar Ketilssonar, Fjallkonan II, 1885, bls. 75.

8) Timarit Bókmf. VII, bls, 80.

4) Skýrslur um Landshagi á íslandi II, bls. 60 — 61.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0305.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free