- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
288

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

288

Sauðfénaður.

lagi. í’á voru á íslandi alls 279812 kindur, þar af 168755
ær og 111057 geldsauðir. hér i eru taldar 818 geitur, svo
hið eiginlega sanðfé án lamba hefur verið 278994 skepnur
talsins. Er það tiltölulega fátt eftir þvi sem síðar hefur
verið. en þá var miklu meira af nautpeningi eins og fjrr
hefur verið getið (35860 nautgripir). Fjártal þetta er
eðli-lega ekki nákvæmt, er það skapaðist á mörgum árum, en
þó mjög fróðlegt til yfirlits og samanburðar; sjást vel af
þvi ýmsar breytingar á búskaparlaginu. sem siðar eru
orðn-ar. Xú (1914) er fjártalan lielmingi meiri, 585022. Síðan
var eigi höfð tala á fénu, fyrr en um 1760 og þá með lít-

r

illi nákvæmni. Olafur Stephensen telur, að féð liafi verið
um 50(> þúsund 1760, áður en fjárpestin fór að ganga, þar
af 300 þúsund ær og 200 þúsund geldir sauðir,1) en siðar
segir hann sauðfjártöluna það ár 491.934 2) Petta tekur
liann eftir skýrslum sýslumanna um fjártalið 1769, en þær
gátu þess, hve miklu færra féð að likindum mundi vera þá
en fyrir fjárpestina. Tala þessi er þvi ekki bygð á öðru
en áætlun og efiaust langt of há, enda hafði þá um tima
verið allmikið harðæri hér á landi, einkum á árunum 1752

r

—58. Árið 1770 segir Olafur Stephensen sauðfjártöluna
112054, en Þorkell Fjeldsted telur, að féð fyrir sýkina (1760)
hafi verið 260,098, en eftir hana (1770-71) 132,328. Pað
er auðsjeð að skýrslur þessar eru engan veginn áreiðanlcg-

r

ar, þær liljóta að vera töluvert geggjaðar.3) Arnljótur
01-afsson kemst með samanburði heimildanna að þeirri
niður-stöðu, að fjártalan 1760 muni hafa verið 356927, en 1770
140056, Eftir því sem næst verður komist, drápust i
fjár-sýkiuni og voru skornar niður 279,703 sauðkindur. Fyrir
móðuharðindin voru að ætlun manna 236,251 sauðkindur
til á öllu landinu, þá féllu 176,738 kindur og 1784 voru að
eins 49613 eftir. Pó eru tölur þessar eigi alveg vissar,

Gl. Félagsril V., bls. 74.

*) Gl. Félagsrit VI, bls. 96 (tafla).

r

3) Arnljótur Olafsson hefur í Landhagsskýrslum II, bls.-82 —89

ítarlega gagnrýnt skýrálur þessar og vísum vér þangað þeim, er nán*
ari íræðslu vilja fá.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0306.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free