- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
295

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sauðfjártala.

295

2. Saudfjártala á 19. og- 20. öld.

í^að hefir jafuan verið örðugt. að fá vissa tölu á
sauð-fónaði Islendinga, og eru ýmsar orsakir til þess. Af þvi
menn hafa borgað tíund af lausafé, og eftirlitið oftast hefir
verið lint, hefir verið freistni til að draga undan við
fram-tal kvikfénaðar, hefir sérstaklega verið gert orð á þvi, að
sauðfé væri illa talið fram og sumstaðar hross, en vanalega
hefir nautgripaframtalið þótt vera nærri sanni. Pað er nú
engum efa bundið, að sauðfjártalan hefir jafnan verið alt
of lítil i hinum opinberu skýrslum. Sést þetta meðal
ann-ars vel af ull þeirri, sem út er flutt, hún er vanalega meiri
en hún gæti verið af hinu framtalda fé, og þó er mikið
notað af henni i landinu sjálfu. Siðan um miðja 19. öld
hafa árlega verið flutt út 600 til 1000 þúsundir kg. af ull;
1913 1066 þúsundir kg. fetta samsvarar fjártölu, sem hefði
átt að vera hálf til heil miljón. Hið sama kom augljóslega
fram, þegar alt fé á landinu var baðað; sauðfé á
Austur-og Norðurlandi vestur til Hóraðsvatna var baðað veturinn
1903—1904. og i hinum hlutum landsins Veturinn 1904—
1905. Samkvæmt böðunarskýrslunum var sauðfé á öllu
land-inu 658,134, en eftir framtalsskýrslunum haustið á undan
böðuninni 502,130 (ær, lömb hálfs árs eða eldri, sauðir og
veturgamalt fé). Mismunurinn var þvi 156,004, eða nærri
þriðji hluti af öllu framtöldu fé. Sauðféð var næsta haust
eftir böðunina 533,675.x)

Að framtal sauðfjár er svo rangt, mun þó fremur stafa
af hirðuleysi og hugsunarleysi en beinum tíundarsvikum,
þvi það sem menn gætu haft upp úr röngu framtali munar
fyrir flesta mjög litlu. Hvað vel er talið fram í hverri sveit,
er líka komið undir þvi, hvað hreppstjórarnir eru duglegir
og stjórnsamir, en þeir eru eðlilega misjafnir. I
tiundar-lögunum er ákveðið, að þeir sem ekki eigi 60 álnir i
tiund-arbæru lausafó, þurfi eigi að tiunda, eðlilega ættu þeir samt

») Landshagsskýrslur fyrir 1905. Rvík 1906, bls. 188-197. Freyr
III, bís. 17-21.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0313.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free