- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
298

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

298

Sauðfénaður.

1882 fækkaði fullorðnu fé um 100 þúsundir, þar af var þó
um 20 þúsund fjár selt á fæti og kringum 50 þúsund lögð
inn í kaupstað, en hörmulegastur var lambadauðinn vorið
1882, þvi þá drápust (eftir verzlunarskýrslum) yfir 65 þús.
lömb, af hórumbil 180 þúsund lömbum, sem ærnar eftir
fjár-tölunni að dæma, munu hafa borið þetta vor. Þetta gerir
það að verkum, að fjártalan ífellur 1883 niður í 337 þús.

r

af ársgömlu fé og eldra.1) A árunum 1884—88 er oft stirt
árferði og óhagstætt og fjártalan helst niðri, er 1888 ekki
komin hærra en 374 þúsund. Það hefir verið sagt að harð-

indakaflinn 1881—88 hafi gert Islendingum meira en 8

/

milójna króna skaða.2) Arið 1890 voru 445 þúsundir fjár
taldar fram, en 1891 er sauðfjártalan komin upp í hálfa

r

miljón (án lamba) og helst svo út öldina. A 20. öld hefir
yfirleitt verið gott árferði og sauðfjáreignin hefir jafnt og
þétt verið að aukast og var 1913 komin upp i 634,494
kind-ur (án lamba), en vorið 1914 urðu mikil vanhöld á fé
eink-um á Suður- og Vesturlandi, svo sauðfjártalan lækkaði
aftur-niður i 585,022.s)

Eftir gróðrarfari eru ýms héruð á Islandi, eins og fyr
hefir verið getið, mismunandi vel löguð til sauðfjárræktar.
Nautpeningsrækt í stærra stíl hefir jafnan verið nátengd
láglendum og mýrum. sauðpeningsræktin borgar sig
vana-lega bezt i dala- og fjallabygðum með kvistlendi og
ber-svæðisgróðri. Yfirleitt er sauðfjárræktin mest á
Norður-landi og Austurlandi eftir ibúatölu, en mjög er það
mis-munandi um alt land, hvernig sauðfjárbeitin er i hinum ýmsu
sýslum, gróðrarfarið er ýmislegt i ýmsum hreppum og á
ýmsum jörðum i sama lireppi,4) en vanalega þykja kostgæði
mjólkurinnar og vænleiki sauðpeningsins aukast, eftir því
sem nær dregur hálendinu og fjöllunum. Vermaður, sem
fór suður að sjó til róðra, sagði svo frá ferðinni, að hann

») Stjórnartíðindi 1886, C. bls. 21.

2) Torfi Bjarnason í Búnaðarriti XXVI, bls. 27.

3) Jón H Porbergsson: Fjárdauðinn 1914 (Búnaðarrit XXX, 1916
bls. 257-78). Búnaðarskýrslur 1914, bls. 8.

4) Um sauðfjáreign í ýmsum sýslum og hreppum, sjá
Búnaðar-skýrslur 1914 og 1915 og eldri skýrslur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free