- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
299

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sauðfjártala.

299

hefði fengið rjóma að drekka i Hreppum, nýmjólk á
Skeið-unum, undanrenning í Flóa, mysu í Olfusi, en blávatn i
Selvogi. Eitthvað likt hefir vakað fyrir Ogmundi biskupi,
þvi það var máltæki hans: Gull-Hrepparnir, Sultar-Tungur
og Svarti-Flói.1) Eins og síðar mun getið hefir fjárrækt á
19. öld verið lengst komin i Pingeyjarsýslu og
Norður-Múlasýslu og þar hafa oftast verið mestu fjárbændurnir;
þó hafa eðlilega einstöku menn i öðrum hóruðum um alt
land átt margt fé, farið vel með það og lagt rækt við það;
sumir hafa átt fjölda fjár í góðum árum og mist það í

r

hörðu árferði. A útkjálkum og í sumum
snjóþyngslasveit-um hafa menn mjög fátt fé, en gera vel til þess og nota
það sérstaklega til mjólkur, t. d. á Hornströndum.*) I
Múla-sýslum hafa á 19. öld ýmsir bændur jafnan átt margt fé og
farið vel með það. Síra Vigfús Ormsson á
Arnheiðarstöð-um (f 1841) er sagt að hafi haft tíu hundruð fjár tíræð og
viðlika margt fé hafði um sama leyti Hallgrimur Eyjólfsson
á Ketilsstöðum á Völlum, en sira Porgrímur Arnórsson, sem
var á Hofteigi 1848—1861, hafði þar alt að 1500 fjár.3)
í Múlasýslum kvað nú vanalega vera 2—300 fjár á bæ, hjá
stöku bændum 6—700 og 1904 er Jón Bergsson á
Egils-stöðum með }rfir 700 fjár, talinn fjárflesti bóndi landsins,4)
en það mun þó efasamt, hvort enginn nú er fjárríkari, því
til skams tíma hafa ýmsir bændur hér og hvar um land átt
fleira fé. Árni Gislason sýslumaður, sem bjó i Kirkjubæ á
Siðu 1858—1879, hafði þar 1300 fjár og tiundaði 150 hund-

r

ruð í lausafó; hann flutti sig síðar að Krisuvík. Arið 1911
var Magnús Gislason á Frostastöðum talinn stærstur
bóndi i Skagafjarðarsýslu, hann átti 470 fjár, þar af hátt á
annað hundrað sauði, 80 hross og 10 nautgripi. Pá var a
Grund stærsta bú í Eyjafjarðarsýslu, 450 sauðfjár, 20 liross
og 20 nautgripir; Sigurður Jónsson á Reynistað átti 300
ær, Guðmundur Guðmundsson á Þúfnavöllum 270 ær.5)

») Árb. Esp. III, bls. 112.

») Ferðabók f. Th. II. bls. 92.

s) Árbók fornleifafólagsins 1882, bls. 86

4) Freyr I, bls. 99. Sbr. Búnaðarrit XVI, bls. 38.

6) Jón H. forbergsson í Norðra. Akureyri 1911, bls. 40, 51. 68, 73.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0317.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free