- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
309

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sauðfjárk}*!!

809

til mjólkur.1) Aðrir búfræðingar fallast þó eigi alveg á
þessa aðgreiniug kynstofnanna. Páll Stefánsson vill aðeins
skifta hinum eldri kynstofni i tvent, Dalakyn og Mýrakyn
og þó eigi hægt að draga skarpa línu á milli; telur hann
að Mýrakynið só aðallega á Suðurlandi og Austurlandi, en
Dalakynið á Vestur- og Norðurlandi ásamt Jökuldal. Hann
einkennir þessi aðalkyn á þenna hátt: Dalakynið er
stirð-lega vaxið. legghátt. krippuvaxið, oft refbeinótt, hefir
nokk-uð mikla ull, grófann, litið eitt snúinn toglagð, kviðlitið,
bringulangt, beinamikið, safnar fremur vel holdum, einkum
bakholdum, en er seint að safna, en lætur holdin ekki fljótt.
Þolir allvel harða meðferð. Mýrakynið er smátt vexti,
há-fætt, hefir daufgert og veiklulegt útlit, langa togmikla ull
en þunnan, stuttan þellagð, það er með beinum hrygg en
malasigið. bringan mjó og löng en kassalöguð; það hefir
mjög litla framleiðslukosti til holda og mjólkur. Pað
held-ur flestum aðaleinkennum hins gamla islenzka fjárkyns
ó-breyttum, það þolir útigang og illa meðferð furðu vel, enda
gefur ekki meiri afurðir, þótt vel só farið með það.3) Eins
og fyrr var getið skifti Hallgrímur Porbergsson afbrigðum
aðallega eftir lit og taldi gula og hvíta fóð frumstofna
lands-ins. Ef full festa á að fást i skiftingu, niðurröðun og
upp-runa afbrigðanna, þarf nákvæma vísindalega rannsókn og
samanburð á öllum innri og ytri eiginlegleikum
sauðfónað-ar. Liklega á það langt i land að slík rannsókn fáist, en
þangað til verður flokkun afbrigða mjög á reiki og i mörgu
mismunandi eftir álitum einstaklinganna, sem um það rita.

Hór á landi var farið að b}rrja á kynbótum með
að-fengnu fó á miðri 18. öld, en innlent sauðfjárkyn fóru menn
að bæta með úrvali snemma á 19. öld, en dálitlar tilraunir
höfðu verið gerðar i þá átt seint á 18. öld. Hinar fyrstu
viðtækari tilraunir i þá átt voru gerðar á Jökuldal og fekk
Jökuldalsk}-nið mikið orð á sig viðsvegar um land. Paðan
útbreiddist kynbótaviðleitni á innlendum grundvelli um
Múlasýslur, Pingeyjarsýslur og viðar og voru fengnir lirút-

x) Guðynundur Einarsson\ Um sauðfénað. Rvík 1879, bls. 3—4.

Stefánsson: Fjármaðurinn, Rvík 1913, bls. 24.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0327.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free