- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
312

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

312

Sauðfjárrækt

Upprunalega myndaði Jón Illugason bóndi þetta fjárkyn af
blöndun Dalafjár og Eiríksstaðafjár, en svo héldu s}Tnir hans
áfram að festa og fjölga kostunum. »Lengi framan af var
fé þetta smátt vexti og þoldi ekki nema mjög góða
með-ferð. það hafði mjög mikla og smágerða ull, eu var ekki
vel lagað til mjólkur. Nú orðið má telja það meira en í
meðallagi stórt. Það er lágfætt, en hefir gilda fætur, ber
höfuðið hátt og er gulkorgótt i framan og á fótum, i
með-allagi höfuðstórt. hefir breiða snoppu og er mjög nasavitt.
Hefir mjög þykka ull, en ekki síða, stutt tog, sem
hring-vefur sig um þelið. Búkurinn holdamikill. hryggurinn beinn.
Pað er fagurlega skapað og hefir að öllu leyti mjög góða
framleiðslukosti. Pað er vafalaust kostamesta fjárkyn þessa
lands og er orðið töluvert útbreitt um Pingeyjarsjslu og
viðar. Fé þetta getur náð miklum þroska á stuttum tima.1)
Með innlendum kynstofnum má óefað telja Kleifaféð. sem
kent er við Kleifar i Gilsfirði, þó sumir hafi ætlað, að það
væri af útlendu kyni (Cheviotkyni). sPað er kollótt, stórt
vexti, háfætt, fremur grönn beinalög, með langan beinan
hrygg, limamikið, bringan löng en mjó. Brjóstkassinn
(brjóstholið) fremur þunnur, en siðurnar þó nokkuð
útskotn-ar. Fremur vel ullað, en hún er gróf og togmikil. Pó er
togið ekki mjög langt, það er hrokkið. Það er fremur
höf-uðstórt og sviphreint, hefir það einnig sæmileg þolþrif og
söfnunarþrif.«*) Segja fjárræktarmenn, að Kleifafé svipi
mjög til cheviotfjárkynsins enska. en sú liking hlýtur að
vera hrein tilviljun, þvi það mun sannað. að engu útlendu
fé hefir verið blandað í þann kynþátt, en kynbæturnar á
Kleifum hófust um 1860 út af tveim mókollóttum hrútum
norðlenzkum, eftir því sem Gruðjón Guðmundsson hefir skýrt

») P. Stefánsson . Fjármaðurinn, bla. 25—26. Sbr. Búnaðarrit VII,
bls. 176. Jón H. Þorbergsson: Kynbætur sauðfjár, bls. 49—50.
ÍDýra-vini 13. hefti 1909. bls. 8—12 getur síra Árni Jónsson á Skútuatöðum
um Markleysukvn, sem kom út af hvítri gimbur á Litluströnd við
Mývatn 1848; af því kvni kvað vera margar góðar forustukindur.

*) P. Stefánsson-. Fjármaðurinn, bls. 26—27. Freyr XI, bla.
29 -30.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0330.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free