- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
324

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

324 Sauðfjárrækt

Pað heíir verið almennur siður að .stía lömbum um
lengri eða skemmri tíma fyrir fráfærur, en ófært þykir að
stia þeim frá, fyrr en þau eru þriggja nátta og sjaldan er
það gert svo snemma. Sumir stia alls ekki. en láta lömbin
ganga undir ánum allan tima til fráfærna. t’egar stíað er.
eru lömbin tekin frá ánum á hverju kvöldi og látin í
lamba-kró og oftast höfð. þar frá kl. 6 e. h. til kl. 5—6 næsta
morgun;1) ærnar eru þá mjólkaðar á hverjum morgni áður
en lömbunum er hleypt til þeirra. Sveinn Sveinsson segir
(1875), að i suðursyslum sé lömbuni alment stíað frá, þegar
þau eru 3—5 nátta gömul, en ærnar mjólkaðar á
morgn-ana. »Pessu er haldið áfram, þar til lömbin eru þriggja
vikna gömul, þá er fært frá. Fyrir norðan og austan er
sumstaðar alls ekki stíað, eða þá á fáum stöðum, fyrr en
lömbin eru orðin 7 —11 daga, og svo er ekki fært frá fyrr
en lömbin eru 5 vikna gömul«.9)

I hörðu árferði hafa menn oft mist grúa af lömbum á
vorin, stundum svo þúsundum skifti. en oft hefir
lambamiss-irinn verið að kenna óheppilegri meðferð á sauðfénu, sem
veldur sjúkdómum á lömbunum.3) Það hefir komið fyrir,
að dýrbitur og lirafnar hafa gert mikinn skaða á
unglömb-um. þegar þeirra er ekki nægilega gætt. Arið 1817 er þess
getið, að óvenjulegur hrafnagrúi hafi sótt að unglömbum.4)
A 19. öld drap tóan oft urmul af lömbum, einkum þó á
Reykjanesskaga, þvi þar hafa refar ótal fylgsni i
hraun-gjótum. Yænleiki lambanna fer mikið eftir þvi, hvernig

lömbum; 1783 gekk bæði uorðan og sunnanátt um brundtíma, voru
þá hrútlömb einu iieiri en gimbrarlömbin; hefi eg síðan álitið þessa
reglu nokkurn veginn vissa«. Ólafur Stephensen í Gl. Félagsr. V, bls.

111. Sbr. J. H. í\ Kvnbætur sauðfjár, bls. 83—84.

Pað var íyrrum alvenja að stía á miðaftni, en hleypa til á
miðj-um morgni. Sbr. Gl. Félagsrit XII, bls. 23. ísl. þjóðsögur J. A. I,
bls. 19. Dm stíun lamba sjá ennfremur M. Ketilsson: Undirvísun um
sauðfjárhirðing 1778, bls. 17—18, 22.

*) Skýrsla búnaðarfélags Suðuramtsins 1874 — 1876. Rvík 1877,
bls. 44—45 og 1778 bls. 8. Sbr. Gestur Vestfirðingur L, bls. 53.

3) Hermann Jónsson: Hver eru hin helstu ráð til að koma í veg
fyrir vorlambadauða (Húnaðarrit X, 1896, bls. 80—83).

4) P. Th. Árferði á íslandi bls. 217.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0342.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free