- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
325

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Tilhleyping 325

íneð ærnar er farið um meðgöngutímann. Af kyngóðu fó
vega einlembingar nýbornir G —10 pd., tvílembingar 5—7
pd , meðallamb 6—7 pund.1) Pað kemur eigi sjaldan fyrir,
að lömb -eru vansköpuð, og er sagt, að það komi oftar fyrir
um fjörufó en annað fó.2) Tveim þrem vikum eftir
sauð-burð fer gelding lamba venjulegast fram og þykir ekki rótt
að gelda yngri lömb en hálfs mánaðar, en fyrrum voru þau
oft gelt of seint, ekki fyrr en undir fráfærur.3) Prjár
að-ferðir eru hafðar: stúfgelding og fjaðragelding á
unglömb-um og undanreyring við eldri hrúta.4)

Fráfærur kallast það, þegar lömbin eru algjörlega
tek-in frá ánum og rekin á afrótt, fara þær vanalega fram, eftir
héruðum og árferði, seiuni hluta júnimánaðar eða við
mán-aðamótin júni og júli, oftast þegar lömbin eru 5—8 vikna,
þó ber það við sumstaðar, að yngri lömb (3—4 vikna) eru
færð frá, en það þykir fiestum búmönnum óráð.
Fráfæru-tíminn er mismunandi á );msum stöðum á landinu, i 9.—11.
viku sumars, sumstaðar var fastur dagur ákveðinn, t. d.
mánu-dagurinn i 9. v. s. í Fjallasveit. Um 1886 voru lömb á
Hornströndum alment færð frá á Jónsmessu, eftir gömlum
vana, en það þótti alt of snemt og var sagt skemma; ef
vel væri, sögðu bændur, ekki ætti að færa frá fyrr en í 12.
viku. Eins og fyrr var getið, liafa stíingar nú viða lagst
niður og lömbin eru látin ganga með mæðrunum fram að
fráfærum. Pegar fært er frá, eru lambærnar reknar i stekk,
ærnar dregnar frá og reknar í haga, en lömbin látin hlaupa
um stekk.5) Aður en lömbin eru rekin á fjall, er setið yfir

’) P. St. Fjármaðurinn 1913, bls. 40.

a) Um vansköpuð lömb sjá meðal annars Norðri II, bls. 48.
Pjóð-ólfur VIII, bls. 115. Annálar Björns á Skarðsá, bls. 240. Sveinn
Páls-son segist viða um land hafa heyrt það sagt, að ær fæddu vansköpuð
lömb, ef þær væru lembdar við sjó (Journal I, bls. 27—28).

8) Gl. Félagsrit V, bls. 100.

4) P. St. Fjármaðurinn bls. 48—50. Guðm. E. Um sauðfénað bls.
16—18. M. Ketilsson: Undirvísun um sauðfjárhirðing, bls. 34—35.
Magmis Ketilsson getur þess, að nokkrir bændur nyrðra á 18. öld hafi
brúkað haustgeldingar. »voru þau lömb síðan kölluð kymingar, urðu
vel hyrndir sauðir og ríflegir«.

5) Pað var sumstaðar siður að láta ærnar hlaupa um stekk, en

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0343.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free