- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
326

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

326 Sauðfjárrækt

þeim nokkurn tima, þangað til allur jarmur er af þeim. Er
það mismunandi i vmsum syslum, hve lengi löinbin eru
set-in og vms ákvæði um það i fjallskilareglugjörðum eins og
fyrr hefir verið getið. Eftir síðustu aldamót eru menn mjög
viða hættir að færa frá og nytka ekki ærnar að sumrinu,
láta þær ganga með dilkum.1) Pað var fyrrum nokkuð
al-gengt, en mun nú víðast lagt niður, að lcefla Vómb og láta
þau ganga um sumarið í haga með móðurinni. Pk
var bundið aflangt trékefli með hnúðum á báðum endum
og digrara um miðjuna i munn lambiuu, svo það gat eigi
sogið móðurina, en hljóp með henni og kroppaði gras eftir
megni. Slik lömb voru oftast aum og rýr að haustinu.
Þetta gerðu helst fátæklingar, sem ekki þorðu að sleppa
lömbum sinum á fjall, en ekki máttu missa ærnytina að
sumrinu.2)

I fornöld heflr verið titt að kefla lömb, eftir þvi sem
ráða má af orðum Snorra Porbrandssonar i Eyrbyggju. A
fundinum í Yigraflrði hafði hann fengið ör gegnum
kverk-arnar og i tunguræturnar, en settist þó til borðs um
kvöld-ið hjá Snorra goða og var skyr og ostur til matar. »Snorri
goði fann að nafni hans bargst lítt við ostinn og spurði
þvi hann mataðist svo seint. Snorri Porbrandsson svaraði
og sagði, að lömbunum væri tregast um átið, fyrst er þau
eru nýkefld«.3)

Jónsbók bannaði bændum að láta fleiri en tiundu hverja
á ganga með dilk, »sekist eyri við konung fyrir á hverja á

reka lömbin á baga, sbr. M. Ket. Undirvísun, bls. 43—44. Fyrrum
bára menn eld í stekk, til þess ekki skyldi afljúga undir ærnar«, s.
st. bls. 22—24.

Um fráfærur hefir margt verið ritað. Torfi Bjarnason: Um
fiáfærur (Búnaðarrit XXII, bls. 104—121. Helgi Pórarinsson: Um
frá-færur (s. st. XXVI, bls. 161—164). Sbr. Daníel Jónsson í Búnaðarriti
XXV, bls. 274 og Hallgrítnur Porbergsson s. st. XX, bls. 205—207. —
Sjá ennfremur Freyr IX, bls. 20-21, 40-42,97-103, 141—147; X, bls.
105-109; XI, bls. 81-83, 119-121: XIII, bls. 23-25. Plógur IV, 43
—45, 61-63, 67; VIII, 60-62.

’) Sbr. Magnús Ketilsson: Sauðfjárhirðing, bls. 39—43. M. Steph
ensen í Veterinair Selsk. Skr., bls. 174- 175.

•) Eyrbyggia saga 1895. kap. 45, bls. 119.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0344.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free