- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
331

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjármörk 349

fé sínu mjög lík því sem brúkuð eru hér á landi,1) og eru
mörkin eflaust af sömu rót runnin framan úr fornöld, enda
nöfnin lík. Á fyrri öldum eru hin einstöku mörk vist
sjald-an nefnd í heimildarritum, en á 14. og 15 öld sést á
forn-bréfum að mörkin hafa þá verið svipuð eins og nú. Mark
kirkjunnar á Steinum undir Eyjafjöllum er 1371 »miðhlutur
uppstúfs og af annað«; mark Oddakirkju 1397 »sýlt hið
hægra en heilt hið vinstra; annað mark, af bæði eyru«.

r

Arið 1450 er getið um fjármörk á Höllustöðum, tvístíft,
stúfrifað, miðhlutað, hvatt, stift aftan vinstra, sýlt og biti
undir framan o.s. frv. Árið 1461 eru nefnd kýrmörk á Kvíabekk,
hvatt hið vinstra, af hið hægra, hvatt hið hægra, af hið
vinstra, hvatt hið hægra og fjöður framan undir og af hið
vinstra, hvatt og blaðrifur. 1486 eru mörk á Grund i
Eyja-firði, á nautum og sauðum sneyddir helmingar á báðum
eyrum, en á öðru eyra á hrossum, rauf hægra eyra á
hest-um.2) Oddur biskup Einarsson tók upp aftur mark það á
fénaði Skálholtsstaðar, er lengstum hafði verið, stýft á
báð-um eyrum. en höfuðsmaður Laurits Krus bannaði að brúka
það lengur, þvi það gengi of nærri konungsins marki, sem
var afeyrt á báðum eyrum; þessi þræta höfuðsmanns og
biskups var lögð undir dóm Gísla Pórðarsonar sýslumanns
i Arnessýslu 1590. sló herra Oddur þá undan og lét bregða
af þvi gamla staðarmarkinu og brúka sýlt i stúf á báðum
eyrum. sem hélst við siðan.3) Fjármark Hólastaðar var lika
afeyrt bæði eyru.4) Það er auðséð á þessum dæmum, að
menn fyrrum lítið hafa skeytt þvi, þó soramarkað væri.

Eins og alkuunugt er hafa eyrnamörk á sauðfé mörg
nöfn og er þeim ýmislega fyrir komið og raðað niður á
báðum eyrum: samsetningarnar geta þvi orðið mjög
marg-breytilegar. Hér mundi verða alt of langt mál að telja upp

J) Fortegnelse over Faaremærkerne paa Færöerne med vedföjet
Afrids af Mærkerne. Udgivet af Færö Amt, Köbenhavn 1879, 8°.

») Dipl. isl 111, bls. 261; IV. bls. 75; V, bls. 81, 257; VI, bls. 571.

3) Biskupasögur Jóns Halldórssonar I, bls. 180. Sbr. Safn II.
bls. 720. Fjármörk nefnd í kvæðum Stefáns Ólafssonar II, 1886
bls. 61.

*) Tímarit Bókmf. VII, bls. 100.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0349.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free