- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
341

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sumarnytkun ásauöa

341

undan einstöku átn hafi iengist mjög mikið smjör, mjólkur-

hæð og mjólkurkostur samfara; á Hallsteinsnesi fengust eitt

sumar undan einni á 25 merkur smjörs og undan einni á

og lambgimbur i Hlið við forskafjörð 39 merkur smjörs.1)

Sveinn Sveinsson segir 1S82, að vanalega fáist pund af

smjöri úr 20—22 pundum af sauðamjólk, en dæmi sóu til

þess, að smjörpund fáist úr 14 pundum mjólkur um hásum-

t

arið, þar sem féð hefir góða haga.8) Ur 14 pundum (7
pott-um) af sauðamjólk reiknar Torfi Bjarnason 1908, að eitt
pund af smjöri fáist, eitt pund af undánrennuosti úr 9 pd.,
1 pund af mysuosti úr 15 pd., 1 pd, af nýmjólkurosti úr 6^/a
pd. af sauðamjólk.3)

Hve mikið sk}7r og sýra fæst úr sauðamjólkinni er mjög
mismunandi og eins hlutfallið milli skyrs og sýru, sem er
komið undir þvi, hvað skyrið er vel siað. »Pegar skyr er
gert »sekkbært«, verður það miklu minna móts við sýruna«,
segir Guðm. Einarsson, »en þar sem »hleypiskyr« er
brúk-að. Eftir þvi sem mjólkin er betur fióuð, eftir því fæst
meira skyr úr henni, en vöxtur hennar rýrnar að þvi skapi*.4)
Magnús Ketilsson telur að úr .9 tunnum sauðamjólkur (1080
pt.) fáist 135 pd. smjörs, eða 1 pd. úr 8 pottum, 37/s tunnur
(465 pt.) skyrs og 37/s tunnur sýru. Skúli Magnússon fókk
undan 6 ám i Skagafjarðardölum 31/-t tunnu mjólkur (390
potta) og úr henni 55 pd. smjörs eða pundið úr rúmum 7
pottum og 23/4 tunnu (330 pt.) súrmjólkur.5) Tryggvi
Gunn-arsson telur, að úr 250 pottum mjólkur fáist 172 pottar
skyrs og 57 pottar sýru, rýrnar mjólkin þá um tólftung eða
21 pott.6) Guðmundur Einarsson ætlar að úr 40 pottum
sauðamjólkur fáist 18 pottar vel siaðs skyrs og 17 pottar
sýru, hefir mjólkin þá átt að rýrna um Vs hluta.

Af þvi sem tilfært hefir verið, sóst, að töluverður mis-

’) G. E um sauðfénað 1879. bls. 49, 51.

*) Andvari VIII, bls. 120-121.

3) Búnaðarrit XXII, bls. 120.

*) G. E. Um sauðfénað, bls. 50.

5) Gl. Félagsrit IV, bls. 197.

6) Ný Félagsrit XXIV. bls. 50.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0359.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free