- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
345

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vetrarhirðing sauðfjár

345

Eyðasókn 1841. Aftur á móti er sagt í sóknarlýsiugu
Fljóts-hverfis 1859, að á Núpsstað, Rauðabergi og Kálfafelli sóu
engin hús til fyrir útifónað, »hefir fóð þar ekki annað skýli
í óveðrum en hellisskúta meðfram hömrum, sem kallast
fjárból« ; á öðrum bæjum í sókninni voru til fjárhús. I
suð-ursýslum voru alt fram undir 1830 i mörgum sveitum varla
nokkur fjárhús til, menn notuðu fjárhella sumstaðar.
skjól-garða, fjárborgir, gjafahringi og byrgi, en fónu var á
vetr-um jafnan gefið á gaddi. Pað er mælt að Tómas
Sæmunds-son, sem var prestur á Breiðabólsstað 1834—41, hafi fyrstur
bygt fjárhús i Fljótshlið. Enn er sumstaðar á Suðurlandi
skortur á fjárhúsum. Ofaiiega á Rangárvöllum mun vera
fulltæpt um fjárhús, segir Jón H. Porbergsson 1910 og i
Grindavík eru engin hús til fyrir fullorðið fó, enda er
fjár-fellir þar mjög oft.1) Viða á Suðurlandi hagar svo til, að
liellar eru notaðir til fjárgeymslu, stundum beinlinis eins og
fjárhús, t. d. undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, i
Mel-rakkanesi eystra og víðar. Vór höfum fyrr getið um
fjár-borgir, sem viða um land voru notaðar til athvarfs fyrir
útigangsfé.

Arið 1776 gaf stjórnin út tilskipun um
fjárhúsabygg-ingu, sem fyrr var getið, en þótt sektir væru lagðar við.
var henni ekki hlýtt, auk þess gátu margir bændur ekki
bygt jafnstór hús sem fyrirskipað var vegna timbureklu.*)
Nú eru fjárhús bæði f}Trir ungt og roskið fé að heita má
á öllum bæjum á Islandi. en mjög eru þau mismunandi að
stærð, tilhögun og byggingu. Pykii’ búfróðum mönnum
enn mjög ábótavant i þeirri grein i mörgum héruðum. Páll
Stefánsson segir 1902: »Komi maður til bæja og fari að
at-huga fjárhúsin, er ekki ótítt að fyi’ir manni verða lágir,
litlir, dimmir kofar, ýmist með einu gati á mæni eða engu,
og i mörgum sveitum er það siður. að hafa það slétt við
þekjuna. engan stromp, svo þegar hriðar eru fennir inn um
það, nema það sé tilbyrgt. Einnig er svo mörgu fé troðið

1) Búnaðarrit XXX. 1916, bls. 266.

2) Sbr. Magnús Ketilsson: Sauðfjárhirðing bls. 63.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0363.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free