- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
347

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vetrarhirðing sauðfjár

347

ætluð hús. Á Suðurlancli eru víðast jötuhús, mjó fjárhús
með jötum með báðum hliðarveggjum, en á Norður- og
Austurlandi garbaliús með bálki i miðju en kindur standa
við til beggja hliða, er þá oft hlaða fyrir enda fjárhússins.
svo hægt er að bera heyið fram í garðana og gefa það úr
hlöðunni, við það sparast allmikið erfiði og timatöf, en i
jötuhúsunum verður að bera heyið i meisum úr heygarði,
sem oft er langt i burtu. »Hvernig sem veður er verður
að láta féð út, meðan geíið er, hvort heldur er norðanhríð
með hörkufrosti, eða sunnanvindur með lemjandi rigningu«.x)
Garðahúsin, sem nú eru til dreifð um alt land, verða að
vera breiðari og þess vegna vanalega risminni og þykir
mörgum það óhentugt á Suðurlandi vegna rigninganna.
hafa því mjó jötuhús með bröttum þökum og þykja þau
lika ódýrari. »Einfalt garðahús þarf að vera fyrir roskið fé,
14—15 fet á breidd, hvor kró (armur) 5—6 fet og garðinn
3 fet á breidd. Handa lömbum nægir að hvor kró sé 4^/a
— 5 fet, og garðinn —3 fet, eða húsið sé alls 12—13 fet
á breidd. Til þess að koma i veg fyrir allan raka og leka,
þurfa garðahúsin að vera með vatnsheldu þaki, en þá má
risið vera minna. Annars þurfa þau að vera rismikil (há)
og sterkviða, til þess að þau þoli torfið og leki siður«.2)

Fjárhúsabyggingu hefir mikið farið fram á seinni árum,
þó umbótin sé eðlilega ekki enn orðin mikil i hinum
fátæk-ari sveitum, en hjá einstökum framfara- og efnabændum
hafa verið bygð stór og vönduð fjárhús og hlöður, eru sum
þeirra með ýmsum endurbótum og nýtísku,3) Ymsir hafa
bygt svokölluð fleirstœduhús eða samstæðuhús, sem geta
rúm-að margt fé. Fyrst er b}Tgð ein tóft fyrir svo mörg
fjár-hús, sem byggja skal; þetta aðalhús er undir einu þaki og
stúkað sundur yfir þvert í svo mörg fjárhús, sem eiga að

Búnaðarrit X, bls. 77.
a) Sigurður Sigurdsson: Fá orð um fjárhús (Búuaðarrit X, 1896,
bls. 73—79).

3) Um fyrirmvndar fjárhús, hlöður og jarðabætur Jóns
Skúlascn-ar á Söndum, sjá Búnaðarrit VIII, bls. 182—184; XV, bls. 101. Um
fjárhús Rakúels Olafssonar i Guðlaugsvík. Freyr IX. bls. 45 — 46.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0365.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free